Nú er veður til þess að skapa

Sé manni eitthvað í geðinu gramt
er gagnslítið andann að virkja,
en þrátt fyrir vesældóm virðist mér samt
veður til þess að yrkja!


Friðþjófur, Varði og Benedikt Barði.

Friðþjófur fyrr en Varði
flutti sitt bú að Skarði.
Sterkur og stór
á staðinn hann fór
og síðan Benedikt Barði.


Aukahlutur

Kannski vantaði straum í start
þótt stjórninni yrði send
sem utanáliggjandi aukapart
einhver réttlætiskennd.


Ein mánaðarlaun 5.621.179

Þótt orku sé undir hallur
ekki mundi ég vel jann
Dýr væri Illugi allur.
Ætti ekki bara að selj ann?


Það er nú svo

Stína var margháttuð mær,
mörgum sérdeilis kær.
Það reynist ei rugl
að rígbundinn fugl
sveltur en fljúgandi fær.


Hættuástand

Krimmum og bófunum vara má við;
þeir valda mér áhyggju þungri,
nú þegar örmagna lögreglulið
lyppast niður af hungri.


mbl.is „Lögreglustöðin er lokuð í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himnesk heimsendaspá

Ýmsar ég þokur þekki.
Þó rýfur andans hlekki
himininn blár.
Heimsendaspár
hagga því líklega ekki.


Ekki veður

Vísnagerðin mæt er mér,
mýkt hún getur lundina,
en yrkja um veðrið varla er
vitlegt þessa stundina.


Sól

Þú munt halda að það sé grín,
þetta sem hér lest á fési

um þá gömlu; að hún skín
af og til á Reykjanesi!


Eitthvað í sambandi við veðrið

Sumarið er liðið undir lok.
Langtum best að kúra undir feldi.
Hér er komið rigning bæði og rok:
Reykjanes í öllu sínu veldi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 129085

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband