Veðrið

Kveða vil ég einn kvæðisbút,
kviðling um veðrið, sem um var spurt;
ég get því nú svarað, ég gáði út:
Göturnar blautar en loftið þurrt.


Allt í lagi

Þótt himininn dálítið dökkni
og dimman sé förunautur,
enginn er verri þótt vökni
og verði rennandi blautur!

Veðurfregnir

Veður á nesinu oftlega úldin
umlykja líkama, hjarta og sál;
þrútið er loftið, en það gerir súldin.
Þetta er að sjálfsögðu alvörumál!


Skáldaraunir

Gengisstigs andlegra fjármuna falli
fylgir að sjálfsögðu vandi,
en nú býðst mér aðstoð frá djúpristum dalli
sem dregur mig aftur að landi.

Fyrst létta þarf höftum sem enn eru á
andlegum viðskiptum þankans,
ég slæ ekki hendi mót slóginni frá
slitastjórn hugmyndabankans.


Snilldin ein

Ólukku spillingin ennþá er gild,
á ýmsu má ráðamenn hanka,
en gæti ekki orðið ein gargandi snilld
og gaman að eignast banka?


mbl.is Ríkið eignast Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baksýn

Endurlit frá æsku minni
er mér birt í draumi.
Þá er ekki frítt ég finni
fyrir tímans straumi.


Sýking

Ráðamenn smávegis smeykir
smokrast í felur vitandi:
Verðir laganna veikir
og veiran trúlega smitandi.


Verkfallsboðun

Ég er hér með ráð gegn raunum
sem reyna á ellismellina:
Hefjum stríð gegn lágum launum;
leggjum niður ellina!


Ofbeldi

Í speglinum var fjallað um samfélagslegan kostnað vegna heimilisofbeldi og gengið útfrá ofbeldi karla gegn konum.

Mál þessi valda að vonum
vonbrigðum. Svo er hitt;
ofbeldi karla gegn konum
kostar auðvitað sitt.


Spá

Rökin styðja um regnið grun,
rok mun og til baga.
Veðrið þannig virðist mun
verða næstu daga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband