4.11.2015 | 21:21
Rímið ræður
Auka gjarnan vil ég veg
vísna sem ég megna,
en margar slíkar yrki ég
aðeins rímsins vegna.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2015 | 18:36
Ómerkileg vísa
Þótt vísu þessa vel ég skoði
og vandi hennar gerð,
er hún fremur rýr í roði;
raunar einskis verð.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2015 | 21:51
Perla sökk(ar)
Fara þarf yfir ferla
og finna því raunhæft svar
hvernig og hversvegna Perla
hvarf oní djúpan mar.
![]() |
Dæla 715 tonnum af sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2015 | 21:18
Lítillæti
Aðdáun hefur að mér sótt;
eykur á lestrarvildina
andagift mín og orðsins gnótt,
að ekki sé minnst á snilldina!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2015 | 15:41
Hlutverk
Fara í gegnum götótt sáld
gæði orðaskrúðsins.
Eins og fjölmörg önnur skáld
er ég í klæðum trúðsins.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2015 | 12:05
Engin saga
Lítið hefur líf mitt auðgað.
Löngum var ég settur hjá.
Af því mér var aldrei nauðgað
engu hef að segja frá.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2015 | 21:47
Grikk eða gott?
Hárin þér á höfði rísa,
hjartað sleppir takti úr;
þetta er hrekkjavökuvísa,
vúhúhúhúhúhúhúr!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2015 | 19:27
Matur þegar í magann kemst
Huga og maga hefur nært
hárfínn efnahagsbati,
sem trítlarnir hafa til mín fært
á tröllauknu silfurfati.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2015 | 22:45
Ánægðir með sig
Föndra lukkulákarnir.
Landið rís frá Gjögri austur að Fonti.
Litlu stjórnarstrákarnir
stíga vart í fæturna af monti.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2015 | 20:42
Klaufabárður
Klaufinn hann Bárður á Brávöllum
böðlaðist gróflega á öllum
tuttugu og tveim
tækjunum þeim
sem hann fékk oft lánuð hjá öllum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði