Rímið ræður

Auka gjarnan vil ég veg
vísna sem ég megna,
en margar slíkar yrki ég
aðeins rímsins vegna.


Ómerkileg vísa

Þótt vísu þessa vel ég skoði
og vandi hennar gerð,
er hún fremur rýr í roði;
raunar einskis verð.


Perla sökk(ar)

Fara þarf yfir ferla
og finna því raunhæft svar
hvernig og hversvegna Perla
hvarf oní djúpan mar.


mbl.is Dæla 715 tonnum af sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítillæti

Aðdáun hefur að mér sótt;
eykur á lestrarvildina
andagift mín og orðsins gnótt,
að ekki sé minnst á snilldina!


Hlutverk

Fara í gegnum götótt sáld
gæði orðaskrúðsins.
Eins og fjölmörg önnur skáld
er ég í klæðum trúðsins.


Engin saga

Lítið hefur líf mitt auðgað.
Löngum var ég settur hjá.
Af því mér var aldrei nauðgað
engu hef að segja frá.


Grikk eða gott?

Hárin þér á höfði rísa,
hjartað sleppir takti úr;
þetta er hrekkjavökuvísa,
vúhúhúhúhúhúhúr!


Matur þegar í magann kemst

Huga og maga hefur nært
hárfínn efnahagsbati,
sem trítlarnir hafa til mín fært
á tröllauknu silfurfati.


Ánægðir með sig

Föndra lukkulákarnir.
Landið rís frá Gjögri austur að Fonti.
Litlu stjórnarstrákarnir
stíga vart í fæturna af monti.


Klaufabárður

Klaufinn hann Bárður á Brávöllum
böðlaðist gróflega á öllum
tuttugu og tveim
tækjunum þeim
sem hann fékk oft lánuð hjá öllum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband