10.11.2015 | 18:17
Rappapp
Senn verður útgefið sérbúið app,
er seinkaði vegna bilunar.
Það verður fært um að framleiða rapp
fullbúið alveg til spilunar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2015 | 16:57
Bara gleði
Fiðlungur á stokkinn sté,
stoltur lék við hvern sinn fingur.
Glaður úti í móa mé
margur frakkur útlendingur.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2015 | 14:58
Salka Sól
Einfaldlega Sölku Sól
sæmir vel hið mesta hól:
Uppá sína alla fingur
alveg veit hvað best hún syngur,
svo sem rokk og ról,
rapp og gól.
![]() |
Salka stofnar de la Sól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2015 | 21:49
Vandræði
Vísnatregðu þessa þekki:
Það er líkt og ég sé geldur.
Reyni þá að yrkja ekki.
Ekki gengur það víst heldur!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2015 | 10:20
Leti
Rignir enn á lög og láð.
Í laumi klukkan gengur.
Kannski væri kostaráð
að kúra aðeins lengur!
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 22:03
Rólegheit
Á laugardagskvöldum er friður á fési.
Fáir virðast á netinu.
Nú er rólegt á Reykjanesi;
réttast að kúra í fletinu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 09:27
Hreinasta perla?
Af því Perlan er sem blý
einkanlega að framan,
komin er í kaf á ný.
Körlum finnst ei gaman.
![]() |
Dæla úr Perlu að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2015 | 23:27
Borið í bakkafullan lækinn
Þótt fyrir komi ég fái lof
fyrir vísu búna,
kannski er það nú einum of
að yrkja meira núna!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2015 | 19:53
Nýr Landspítali
Eigi að finna annan stað
er ég næsta viss um það:
Framkvæmdin þá frestast mun
fram yfir næsta hrun.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2015 | 11:22
Umræðuháttur
Ég velti fyrir mér vanda því
ég veit ekki á því sanninn
hvort sé betra að bíta í
boltann eða manninn.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði