Rappapp

Senn verður útgefið sérbúið app,
er seinkaði vegna bilunar.
Það verður fært um að framleiða rapp
fullbúið alveg til spilunar.


Bara gleði

Fiðlungur á stokkinn sté,
stoltur lék við hvern sinn fingur.
Glaður úti í móa mé
margur frakkur útlendingur.


Salka Sól

Einfaldlega Sölku Sól
sæmir vel hið mesta hól:
Uppá sína alla fingur
alveg veit hvað best hún syngur,
svo sem rokk og ról,
rapp og gól.


mbl.is Salka stofnar de la Sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði

Vísnatregðu þessa þekki:
Það er líkt og ég sé geldur.
Reyni þá að yrkja ekki.
Ekki gengur það víst heldur!


Leti

Rignir enn á lög og láð.
Í laumi klukkan gengur.
Kannski væri kostaráð
að kúra aðeins lengur!


Rólegheit

Á laugardagskvöldum er friður á fési.
Fáir virðast á netinu.
Nú er rólegt á Reykjanesi;
réttast að kúra í fletinu.


Hreinasta perla?

Af því Perlan er sem blý
einkanlega að framan,
komin er í kaf á ný.
Körlum finnst ei gaman.


mbl.is Dæla úr Perlu að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borið í bakkafullan lækinn

Þótt fyrir komi ég fái lof
fyrir vísu búna,
kannski er það nú einum of
að yrkja meira núna!

 
 
 

Nýr Landspítali

Eigi að finna annan stað
er ég næsta viss um það:
Framkvæmdin þá frestast mun
fram yfir næsta hrun.

 


Umræðuháttur

Ég velti fyrir mér vanda því
ég veit ekki á því sanninn
hvort sé betra að bíta í
boltann eða manninn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband