Litir á léreft

Setti á léreftið lit
Lárus gamli á Fit.
Gömul og grá
Gerða var þá
á hann svo aldeilis bit!


Borið í bakkafullan

Fyrir augu fegurð ber;
fjölmargt er að líta,
enda koma ýmsir hér
út í mó að skíta.


Rigningarlimra

Á síðkvöldum vakir oft Vignir,
vel hann sig krossar og signir.
Annað er það
sem á sér nú stað.
Aldeilis meira hvað rignir!


Undarlegt

Oft þegar Vigdís er vakin
virðist hún dúnhnoðrum þakin,
sem undarlegt telst,
og því þá helst
að hún er samasem nakin.


Lán

Dís var í gamalli gollu
sem Guðfinna lánaði Sollu.
En Brynhildi brá
er Birtu hún sá
í flík sem hún keypti af Kollu.


Limrugerðarlimra

Limrurnar eru löngum
lagaðar eftir föngum.
Streð er það starf
og stundum víst þarf
að taka þær út með töngum.


Við Hörpunnar óma....

Í höfuðstafi og stuðla
staðreyndum vil ég kuðla:
Þótt eitthvað sé byggt
er auðvitað tryggt
að ekkert sé verið að bruðla.


Ástand heilbrigðismála

Það er ekki gott ástandið á heilbrigðismálunum:

Eitthvað um fjörutíu fæðingar,
fimmtíu og sex hjartaþræðingar
og eitt þúsund bráðablæðingar
bíða nú einkavæðingar.


Forfeðurnir?

Lifði á drafla, mysu og mjólk
og munaðarfullum syndum.
Það sem brallaði þetta fólk:
Það var með ól í kindum!


Það er málið

Mun ég brátt frá minni hlið
málsins öllum segja,
en fyrst ég einhvern bokkann bið
að borga mér fyrir að þegja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband