9.12.2015 | 21:09
Óskhyggja?
Bráðum mun sem betur fer
brautargengi dvína
þess sem oftast illa fer
með ómagana sína.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2015 | 23:44
Með (sultar)ólíkindum
Daufur var grauturinn sem ég sauð;
saltið vantaði, líka brauð.
Státin vill stjórn
stöðuga fórn.
Gef oss í dag vora daglegu nauð.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2015 | 17:01
Étið það sem úti frýs
Þingmenn sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks greiddu á Alþingi atkvæði gegn tillögu um að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarabætur líkt og meginþorri annara landsmanna.
Hversvegna skilja fáir.
Þeir sem fyrir aldna gera ekkert enn
eiginlega virðast vera
vondir menn.
![]() |
Hærra veiðigjald, hærri lífeyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2015 | 23:13
Diddú
Ef heppnaðist vindinn að virkja,
vel mætti álverið styrkja
og meira en það.
En málið er að
mér finnst of hvasst til að yrkja.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2015 | 12:15
Ber
Listgjörningi lauk í dag.
Lýðinn virtist massa.
Allt er nú með öðrum brag;
engi(n)n ber í kassa.
![]() |
Held ég fái mér bara að reykja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2015 | 10:06
Draumur í morgunsárið
Sálu mína ég sel;
sem við gyðjuna Hel.
Þeim líður líklega vel
sem lepja dauðann úr skel.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2015 | 20:44
Vart á vetur setjandi
Stjórnvöld fyrst og fremst á blað
fjáraukalögin skrifa.
Ennþá sér þess engan stað
að öldungar fái að lifa.
![]() |
Fangelsin fá aukið fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2015 | 21:24
Það er nú það
Skáldið villtan huga hemur,
hógværð tekur völd;
andann tuktar enda kemur
engin vísa í kvöld.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2015 | 19:53
Basl var búskapur
Menn hokruðu áður með kindur og kýr
og kartöflur stundum víst líka.
En núna með túrhesta bóndi hver býr
sem bráðlega gerir þá ríka.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2015 | 17:23
Er merkt í kladdann?
Á Alþingi stendur yfir þingfundur. 2. umræða um fjáraukalög. Sjónvarpsupptakan sýnir að vísu aðeins ræðustólinn og nánasta umhverfi, en mér skilst að aðeins tveir framsóknarmenn séu viðstaddir umræðuna og enginn sjálfstæðismaður. Hvernig stendur á því? Er þingið nokkuð að virka eins og ætlast er til?
![]() |
Skelfilegt að horfa upp á þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði