Vegir listarinnar

Líklega þjónar það listinni mest
að láta hlutina passa.
Í neytendapakkningu nýtur sín best

nakinn maður í kassa.


mbl.is Nakinn í kassa: dagur 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti

Flestir vaða fönn í hné.
Farið er að renna.
Ætli vonda veðrið sé
Vigdísi að kenna?


mbl.is Blindur og kaldur morgunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verum jákvæð

Ég vil semja lítið ljóð
ljóskunni til varnar:
Hún er bara býsna góð
við blómaskreytingarnar.


mbl.is Mótmæla framgöngu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurspá

Himnafeðgar hyggja á plott.
Helst mig fer að gruna;
veðrið núna virðist gott,
en versna kann til muna.


Ál ál ál og aftur ál

Í huga manna greypt er graf
af gróða, tengdum áli,
en skaðinn sem þar skapast af
skiptir ekki máli.


Veður

Veðurfarið vel ég þekki,
vetur gefur þennan kost:
Stundum hríðar, stundum ekki.
Stundum þá er bara frost.


Draumur utanríkisráðherra

Þ S S Í þarf að fara
þangað sem ég hef öll tök.
Eiginlega af því bara.
Eru það ekki fullgild rök?


Sport

Iðkað hef ég andans sport
á öllum koppagrundum.
Góðar vísur get ég ort
og geri það líka stundum!


Taki þeir til sín sem eiga

Það er meira hve margir hrífast
mikið af því að rífast.
Mætustu menn
munnhöggvast enn.
Virðast af þessu þrífast.


Tillaga að auglýsingu

Ef af monný áttu böns,
ertu mjög vel settur,
fengið getur feitan bröns
og farið burtu mettur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband