Straumsvík II


Þótt álver skarti fínni frú,
sem fara vill að lögum,
Rio Tinto reynir nú
að ráða það af dögum.


Frá Straumsvík


Það er nú til þrautar reynt
og þykir mörgum leitt;
verkafólkið segist seint
semja um ekki neitt.


mbl.is Enginn nýr boðskapur frá Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án titils

Hlustandi á ræðu rýnanna
um raunniðurstöður sýnanna
hann von við það batt
það væri ekki satt
sem virtist á milli línanna.


Torræðni

Hann kom um vetur í Víkina.
Varkár settist á bríkina.
Og næsta haust
upp hóf hann raust:
- undarlegt þetta með tíkina!


Verslun og viðskipti

Það fer af því fáum sögum
hvort frumvarp að áfengislögum
verði slík vá
sem velflestir spá
og sé kannski samið af Högum.


mbl.is Þingmaðurinn gefi sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð! Bankabrall!

Uppábúinn enn ég sé
ótrúlegan speking:
- Mamma, ég þarf meira fé
með mér út til Peking!


mbl.is Bjarni segir heimild víst liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálaður bjór

Er virðist í lífinu vegurinn mjór
og vandasamt ferlið í eigin gjörðum,
gott er að fá sér brjálaðan bjór
bættan með geggjuðum lambaspörðum.


Nýr lífsstíll

Það er þetta með vegan - mér skilst að markmiðið sé ekkert úr dýraríkinu, hvorki til fæðis né klæðis.

Kjarni þess matar er kannski rýr.
Ég kosti hans illa þekki.
Skyldi ekki vegan vera dýr?
Veit það hreinlega ekki.


Orðsending

Fólki er mig og flokkinn kýs
fyrst ég þarf að sinna.
Étið það sem úti frýs!
(Orðsending til hinna)


Nei, því miður

Maður færi nú ekki að fórna ellistyrknum fyrir einhver forsetalúsarlaun:

Þótt allt væri ágætt þarna
og auðæfum hægt að safna,
bótunum frá honum Bjarna
brjálæði væri að hafna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 129083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband