Vísa um vorið II

Gerði aðra tilraun til að gera fallega vísu um vorið:

Sólin upp á himni hlær,
hellir niður geislum.
Og á jörðu fólkið fær
fylli sína í veislum.


Vísa um vorið

Ég ætlaði að búa til vísur um vorið,
en verkefnið snerist í bölsýnishátt:
Þjóð mín til glötunar greikkar nú sporið,
gæfan er ferðbúin, kveðja mun brátt.


Skrautfjaðrir

Fjöðrum í framboðs röðum
fjölgar nú skrefum hröðum.
En leiðin er löng
og líkast til þröng
brautin að Bessastöðum.

mbl.is Guðmundur Franklín býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af lítt gefnu tilefni

Ófár þykist kóngur klár.
Klækir duga skammt.
Ekki eru allar frúr til fjár,
furðu margar samt.


Varasjóður

Líf mitt virðist lítils metið;
leynist hvergi gróðinn.
Fyrir löngu upp hef etið
allan varasjóðinn.


mbl.is Vissi ekki um kröfur félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ein kýrin mígur.....

Ég er um voðann vitandi,
varnaðarorðum dritandi:
Við leiðindum býst
sem ljóst af því hlýst
að limruveikin er smitandi!


Fátæklingur

Oft ég hafði ei nóg til nægta.
Neyð ég augum barði,
þótt ég hafi reynt að rækta
rós í mìnum garði.


Við gullna hliðið

Maður einn mjög hafði kviðið
að mæta við gullna hliðið.
Er leit engla lið
lifnaði hann við:
- Helvíti - hér get ég riðið!

Augljóst má telja að limra þessi fjalli um hestamann.


Umræðuhefð


Mjög stendur föstum fótum
fjölmiðlaumræða sú
sem er á neikvæðum nótum
og nærir vilhallra trú.


Umræðan í þjóðfélaginu


Út á níð og illan róg
allmargt hefur gengið
Eiginlega alveg nóg
af því hef ég fengið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 129083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband