Hinir ábyrgu

Úr ausunni við ekki supum kál,
þótt allir kannski virðumst heftir smá.
Við klárum þessi mikilvægu mál
og munum síðan kjósa eftir á.

mbl.is „Ætlum ekki að taka langan tíma í þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppur

Vont er hlutskipti varamanns.
Vekur sá furðu mína
sem ætlar að nota andlit hans
eins og brókina sína.


mbl.is „Má vel vera að einhverjir misskilji þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sneypa

Ráðabruggi ráðamanns
reyndust slæmir byrir;
vopnin snerust í höndum hans
og hittu sjálfan fyrir.


mbl.is Allir nema einn studdu að Sigmundur stigi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skyndi

Ég prófa að yrkja um pólitík
og pæli í hvað sé satt,
en atburðarrásin er nú slík
ég ort get ei nógu hratt!

mbl.is Sigurður Ingi taki við af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigið fram

Réttast væri að stíga á stokk
og stíga fram,
láta hljóma fokking fokk,
farðu, skamm!

(Hér er, sérstaklega í fyrri helmingi, haft í heiðri
dæmigert útvarpsmál)


mbl.is Mjög hafi fjarað undan Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðfall

Illa fæ ég orðin bundið,
engin hæf ég finn.
Hefur einhver ykkar fundið
orðaforðann minn?


mbl.is 7-8 þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geymsla

Staðar ef átt fyrir vínið þitt val
velur þú tæplega hripið.
Tíundin varðveitt í skattholi skal
svo skálkar fái ekki gripið.


mbl.is Óhræddur við að ganga til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hret

Þótt veðurfarið ei til þess sé tregt
að tjalda svolitlu frosti,
hretið er ósköp aumingjalegt,
ennþá að minnsta kosti.


Áskorun

Þið sem orðsnilld eigið til
og ort um vorið getið,
alltaf gerið öllu skil,
yrkið nú um hretið!


Hlé

Tekið skal með þökkum því
sem þannig fram er borið
að ég nokkurt fæ nú frí
frá að yrkja um vorið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 129082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband