20.11.2007 | 21:47
Í borginni
http://visir.is/article/20071120/FRETTIR01/71120077/-1/FRETTIR
Við deildum því saman í dag og í gær.
Það drottnar í vetrarins hörkum.
Það sveipar oss líkt og hinn svalandi blær;
svifryk er yfir mörkum.
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 128943
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekki að ég sé nú neitt ljóðskáld,- en þessu verð ég að svara... þó það sé hnoð.
Ég deildi því ekki með þér í gærog ekkert í dag að ég held.Svifrykið aldrei í sveitina nærsvo loftið er tært framá kveld.
Það er ljóst hvar er best að vera, hmmm.
Hulda Brynjólfsdóttir, 21.11.2007 kl. 13:57
Æ...
Ég verð að setja þetta inn aftur svo það komi rétt fram:
Ég deildi því ekki með þér í gær
og ekkert í dag að ég held.
Svifrykið aldrei í sveitina nær,
svo loftið er tært framá kveld.
Hulda Brynjólfsdóttir, 21.11.2007 kl. 13:58
Rétt er það - ekki deildum við því saman. Ég deildi því heldur ekki með borgarbúum, þar sem ég var heima hjá mér norður á Akureyri. Sjálfsagt er eitthvert svifryk hér líka, ég þekki nú ekki vel , það er svo stutt síðan það var fundið upp. Það kom fyrir að það var eitthvert ryk í sveitinni í gamla daga en það sveif ekki, heldur fauk.
Vísan þín væri alveg ágæt ef í henni væru stuðlar og höfuðstafir, en það er alveg hægt að hnoða án þeirra!
Hallmundur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 18:50
Í fyrstu hendingunni eru sérhljóðar stuðlar og höfuðstafir.
Í seinni eru það "sv"
Ertu ekki sáttur við að það sé notað svona???
Hulda Brynjólfsdóttir, 22.11.2007 kl. 10:56
Nei, ekki alveg sáttur. Önnur og þriðja lína eru í góðu lagi. Þetta er spurning um hákveður og lágkveður - áhersluatkvæði - ekki má heldur vera of langt bil á milli stuðla oghöfuðstafa. Ég er raunar afar lélegur í bragfræðinni sem slíkri en yrki eftir tilfinningu sem mótast hefur af hefðinni. En það er hægt að nálgast bragfræði víða, t.d. á
http://heimskringla.net . Gallinn er sá að bragfræðin getur virst svolítið tyrfin, a.m.k. hefur mér þótt það. En maður heyrir það nokk ef maður les vísurnar á eðlilegan máta hvort stuðlar og höfuðstafir lenda utan áhersluatkvæða.
Lestu þetta og heyrðu muninn:
Svifrykið aldrei í sveitina nær,
svo loftið er tært framá kveld.
Svifrykið aldrei í sveitina nær,
lo svoftið er tært framá kveld.
Skilurðu hvað ég meina?
Hallmundur Kristinsson, 22.11.2007 kl. 12:43
Jú, ég skil þig alveg. Ég er ekki vel að mér heldur í bragfræðinni. Veit þó að ef S er notað í stuðlana, þá er nauðsynlegt að næsti stafur á eftir sé líka eins, þess vegna notaði ég sv, hef heyrt að seinni stuðullinn eigi helst (eða alltaf) að vera í næstsíðasta orði fyrri línu. Ég hef enga hugmynd um stuðlareglu gagnvart sérhljóðum,- enda er ég ekki hagyrðingur.
En mér finnst gaman að góðum vísum og les þær fyrir mig,- mér til ánægju öðru hvuru.
Hulda Brynjólfsdóttir, 24.11.2007 kl. 14:15
--- En þar fyrir utan er alltof mikið af svifryki allsstaðar,- skilst mér.
Hulda Brynjólfsdóttir, 24.11.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.