Dagur íslenskrar tungu

Auðvitað verður hver einasti bloggari að rita pistil um íslenskt mál í tilefni dagsins í dag. Ég fletti Mogganum áðan og þar voru meðal annars myndir af nokkrum mönnum og konum að sýna íslenskar tungur, sjálfsagt misliprar en ábyggilega allar í góðu lagi. Sömu menn og konur voru beðin að upplýsa hvert væri þeirra uppáhaldsorð íslenskt. Orðið kærleikur var nokkuð vinsælt meðal kvennanna; ekki nema gott um það að segja. Athyglisverðasta orðið þótti mér það sem Þórarinn Eldjárn tiltók; nefnilega skarbítur. Það er fallegt orð og afar íslenskt. Skýrt sem kertaskæri í orðabók Menningarsjóðs - Máls og menningar - Eddu.  En mig langar að vita jafngott orð yfir kertaslökkvara, tæki með löngu skafti og keilulaga hettu á endanum sem sett var yfir logann á kertinu til að slökkva ljósið. Tvö orð koma upp í hugann sem menn hafa velt fyrir sér, annarsvegar kæfa og hins vegar ádrepa. Þau orð eru bæði því marki brennd að vera þrælupptekin í öðrum hlutverkum. En eitthvað hlýtur þetta tæki að heita. Hafi ég heyrt á því nafn hef ég gleymt því, og mikið óskaplega væri nú gaman ef einhver mundi upplýsa mig um þetta smáræði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Varla að ég þori að nefna orðið sem notað er á mínum bæ... Það er frekar hversdagslegt og áreiðanlega ekki viðurkennt af íslenskufræðingum,- en við köllum þetta bara "kertaslökkvara" - það skilja það allir. 

Kertakæfa er allavega mjög auð-misskiljanlegt orð

Hulda Brynjólfsdóttir, 16.11.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Kertaslökkvari er viðurkennt orð - ég fletti upp í orðabók  - þar er einnig gefið ljóskæfa - ætli maður geri sig ekki bara ánægðan með það!

Hallmundur Kristinsson, 16.11.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband