22.5.2021 | 09:20
Nokkurt samansafn
Komið hefur fyrir besta fólk að muna ekki fyrir hvað uppstigningardagur stendur.
Nú skal skýrð í nokkrum línum
nafngjöf dags í ljóði:
Fór að gá að föður sínum
frelsarinn okkar góði.
Nú er hún Stebbabúð stekkur.
Stuðlaði að fallinu hrekkur.
Snorri með snilli
sneið fékk af hylli:
Á verslun hans vísaði hlekkur!
Ákveðið tilefni er ekki gefið upp fyrir þessa vísu,
en það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað:
Oft var til útlanda sendinefnd send.
Sífellt fjölgaði ræðunum.
En helvíti finnst mér nú handahófskennd
hnattræn skipting á gæðunum.
Misheppnað atriði. Tekið skal fram til að gæta fullrar varúðar að þetta er uppspuni frá rótum:
Smeygðu sér bakraddir smeykar inn,
smámæltar, valtar á fótunum.
En verra að víóluleikarinn
var ekki með á nótunum.
Það er augljós, þykir mér,
þörf á einum léttum
svona þegar ekkert er
almennilegt í fréttum!
Ef á flest það svört er sýn
sem er efst á baugi,
þá er ljóst að það er brýn
þörf á léttu spaugi.
Nú skal ekki að neinum sneitt.
Nú skal látið vaða!
Vísa ort um varla neitt
veldur tæpast skaða.
Sérhverja nótt og sérhvern dag
samviska manna vakir.
Bindast kann um það bræðralag
að bera af sér allar sakir.
Víst er svo málum varið að
vel ég aðstæður þekki;
ég get svei mér þá svarið það:
Svoleiðis var það ekki!
Einn þótt kuldinn alltaf bagi,
öðrum finnst of heitt,
en eilíft þus af þessu tagi
þýðir ekki neitt.
Þó að þið öskrið og æpið
og ykkur sé bölvið tamt,
er ekki heldur hæpið
að haga sér svona samt?
Til að gá hvort veröldin virki
ég vakna á morgnana hress,
þá gerist það oft að ég yrki
umfram tilefni þess!
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.