Færsluflokkur: Lífstíll

3.sálmur

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á síðasta sálminn. Þeir eru nú svo sem börn síns tíma, en hafa furðanlega staðist tímans tönn.

3.sálmur.
Um baráttu kvenna.

Ýmislegt konan getur gert.
Gagn er að henni mikið.
Þjónustustarfið þakkarvert,
þurrkar hún frá oss rykið.
Ýmsar þó telja opinbert
oftast sé kaupið svikið.

Mörg hefur konan svoddan sið:
sífellt er hún að mala.
Það er hún löngum lagin við
þótt lítið sé um að tala.
Þá fær nú haninn hæpinn frið
ef hænan er farin að gala.

Valkyrjustóðið vakir nokk.
Vopnin í bræði skekur.
Rassaköst meður rauðan sokk
reiði hjá sumum vekur.
Þeir höbbðu sagt um þennan flokk
hann þætti dálítið frekur.

Karlarnir traðka allir á
einkahagsmunum kvenna.
Af því vill skapast ekki smá
angist og taugaspenna.
Jafnvel frá kúnum sölt má sjá
samúðartárin renna.

Rauðsokkótt mærin elginn óð
ákaft með þetta blaður.
Ódannað henni útúr flóð
æsingabull og þvaður.
Hafði við orð svo heit og rjóð
að hún væri líka maður.

Telur sig konan mikinn mann,
mennina hljóða setur.
Vit á því ekkert hefur hann
sem hún í rauninni getur.
Það er svo margt sem konan kann
körlunum mikið betur.

Þó held ég konum illa eitt
án hjálpar karla gengi.
Hefi ég að því hugann leitt,
hugsað það vel og lengi.
Útkoman verður aldrei neitt
annað en tómamengi.

Eitt er það sem ég ekki skil
annað en biði hnekki.
Lítið ég veit um lífsisns spil.
Lögmál þó eitt ég þekki:
Ég veit hvernig börnin verða til.
En vita þær það kannski ekki?

Slagur í uppsiglingu?

Ég sé ekki betur en Pétur Leirgoði sæki nú á sömu mið og Ellý Ármanns hefur fiskað svo vel á í sínu bloggi.

Leirgoðinn tekur nú brögðum að beita
búinn púðrinu nægu.
Óvægna samkeppni ætlar að veita
Ellýjarpistlunum frægu!


Kona

Yndi býður af sér mest,
auga leið það gefur
að hún er í bóli best
og blíðust þegar hún sefur.

Er það ekki?

Eins og bjarmi af ástarbáli

eykur losta friðilsins

þeir sem blogga í bundnu máli

bæta ímynd miðilsins.


Enn um Hildi

Það má  ekki málinu neita.

Mótlætið gerði hana feita.

Hún át bara og át

ekki með gát. 

Það gengur nú svona til sveita.

sjá:

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband