Færsluflokkur: Dægurmál
15.8.2007 | 21:32
Bolur Bolsson - minning
langi þig að blogga;
vilja engin bolabrögð
bloggstjórnendur Mogga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 15:46
Iðrun og yfirbót
Ég hef orðið uppvís að rangri meðferð íslensks máls. Mér var bent á villu í vísu minni um ástir og símasambandsleysi Bolvíkinga. Ég verð því að skipta um eitt orð í henni og eftir þá breytingu verður hún svona:
Eftir því sem ástin vex
og því fleiru að sinna
næði fyrir símasex
sjálfsagt verður minna.
Það er alltaf leiðinlegt að beita tungunni rangt og ég skammast mín ákaflega. Ég ætla þó ekki hætta að blogga af þessu tilefni, enda lít ég svo á að aðeins hafi verið um tæknileg mistök að ræða af minni hálfu.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2007 | 21:21
Eitt er nauðsynlegt
að þjálfun heilavöðvanna
sem hafa núna hug á að sinna
högum ratsjárstöðvanna.
![]() |
Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða framtíð ratsjárstöðva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 22:17
Hugsi-hugs
Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning vil ég taka það sérstaklega fram að í eftirfarandi stöku er skáldið ekki að meina neina sérstaka einstaklinga. (Yfirhöfuð reyndar ekki að meina neitt, þótt það megi nú ekki vitnast, því það rýrir gildi skáldskaparins.)
Ættgeng er varla sú veila
sem virðist þó marga hrjá,
sem eru með handknúna heila
og hugsa oftast á ská.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 22:28
Kolefnisjöfnuður
Ég byrjaði að leita í símaskránni. Fann ekkert kolefnisjöfnunarverkstæði. Kannski væri hægt að fá bara kolefnisjafnaðarmann heim til þessa verks. Kolefniskrata. Skyldi Össur vera kolefniskrati? Ég kann ekki við að hringja í hann og spyrja. Þekki hann ekki neitt. Umfram það sem maður kynnist opinberum persónum í fjölmiðlum. Hvað á ég að gera? Segið mér ekki að fara og planta trjám. Ég ætla sko ekkert að fara að kolefnisjafna fyrir Pétur og Pál. Bara minn eigin bíl og ekkert annað. Það er annars ljótt með bílafjölgunina í Kína. Svei mér sem þeir þurfa að kolefnisjafna. Spurning hvort það er nokkurt pláss fyrir öll þau tré sem til þess þarf.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 19:04
Svangur þótt auralaus væri
baunasúpu og læri.
En það var ljóst hann þurfti mat
þó að blankur væri.
![]() |
Áttu ekki fyrir reikningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 21:59
Gamla greyið
Ekið var í fullsvo miklu flaustri
fyrir bíl af ævafornri gerð.
Brunabíll á Kirkjubæjarklaustri
komst því ekki á enda þessa ferð.
![]() |
Slökkvibíllinn á Kirkjubæjarklaustri gafst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 20:28
Slagur í uppsiglingu?
Ég sé ekki betur en Pétur Leirgoði sæki nú á sömu mið og Ellý Ármanns hefur fiskað svo vel á í sínu bloggi.
Leirgoðinn tekur nú brögðum að beita
búinn púðrinu nægu.
Óvægna samkeppni ætlar að veita
Ellýjarpistlunum frægu!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2007 | 09:43
Að norðan
ég missi ekki á sumarið trúna.
Sannarlega mér sýnist hér
sunnanviðhúsveður núna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 19:44
Fríríki
Ég held að bæjarstjórann í Hafnarfirði langi til að stofna fríríki fyrir Alcan á uppfyllingu út frá Sraumsvík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði