Færsluflokkur: Dægurmál

Það skyldi þó ekki vera?

Nú virðist Björn Ingi nokkuð svo hress,
af nýlegum fötunum hreykinn.
En bólginn um hvarmana bíður hann þess
að bjóði menn honum í leikinn.

Vel klæddur úti í kuldanum

www.visir.is  „Eitthvað segir mér að kannski snúi ég aftur í Ráðhúsið fljótlega

Þótt gráti menn liðið og gengið sé valt,
þá gott er til þess að vita;
þótt ávallt sé úti í kuldanum kalt,
menn klætt geta í sig hita.


Alls öryggis skal gætt....

Stundum hvessir í Reykjavík…….

Ólafur lék með geði glöðu.
Það gerist margt afar fljótt.
Almannavarnir í viðbragðsstöðu
verða í alla nótt.


mbl.is Ólafur: Áherslur komu mjög seint fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðið fossar

www.visir.is  Blóðið fossar í Framsókn

Sumum hamingjan hossar,
þótt hún sé ei öllum góð.
Úr framsóknarmönnum fossar
fagurrautt saklaust blóð.


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laus sæti

Tíðkast ekki hjá flugfélögum að auglýsa laus sæti?

Ennþá er flogið. Áhöfn er gætin.
Ókyrrð í lofti er daglegt brauð.
En líklega verða lausu sætin
lítið setin og jafnvel auð.


mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisvísa

Ég hef verið spurður hvort ég ætli ekki að gera Davíð afmælisvísu. Þó það nú væri!

Mikið er í manninn spunnið.
Mörgum beitir stjórnargaldri.
Hann því til þess hefur unnið
að hafna nú á sjötugsaldri.


Ekki skal deilt á dómarann

Það er leiðinlegt að jafnágætur maður og Þorsteinn Davíðsson ábyggilega er skuli verða fyrir barðinu á óvönduðum málflutningi bloggara. Það er sá sem settur var dómsmálaráðherra til þess að skipa hann í embætti sem á skilið allann aurinn. Ég lýsi vanþóknun minni á að eftirfarandi vísa sé sett í þetta samhengi. En hún orti sig sjálf og fór næstum sjálf á netið!

Vilji maður meika það
er margt sem til þess þarf.
En gott er að eiga góða að
og geta fengið starf.


Ferjuraunir

Þessa vísu verður að lesa í hljóði. Það má ekki lesa hana upphátt vegna þess að þá fer rímið til andskotans.

Sigldi norður Sæfari,
þótt suma heppnin flýji.
Hann er sko varla hæfari
en héraðsdómarinn nýji.


mbl.is Sæfari lagstur við bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naglahöfuð

Það var víst Áshildur Haraldsdóttir sem hitti svo rækilega naglann á höfuðið: "Eins og að draga tönn úr fallegu brosi". Stundum er kannski nauðsynlegt að draga úr tönn, en er þá ekki reynt að smíða svipaða tönn í staðinn?
mbl.is Að draga tönn úr fallegu brosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæf orð

Eigi það veit ég svo afspyrnu gerla
hvort embættin rétt eru veitt.
En augljóst að styrkja þarf faglega ferla
frekar en ekki neitt.
mbl.is Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband