Færsluflokkur: Dægurmál
11.2.2008 | 15:42
Efnislítill fréttamannafundur.
Þótt fjallið tæki jóðsótt þá fæddist ekki neitt.
Fundurinn í Valhöll er nú búinn.
Villi sagði bara að það væri ósköp leitt
ef virðingu og trausti myndi hann rúinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 14:34
Villi Vill

Hér ætlaði ég að blogga um þessa beinu útsendingu sem stendur yfir einmitt nú.
En svei mér þá - ég held ég sleppi því.
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 20:59
Sjálfstæðismenn
Einhverjir virðast aumir í skrokknum,
aðrir í sálinni (lítið).
En auðvitað ríkir eining í flokknum;
annað væri nú skrítið!
![]() |
Pólitísk staða Vilhjálms rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 22:33
Æ
Fyrrverandi borgarstjóri klökknaði í ráðhúsinu
Þykkur moldviðrismökkur
mengar í kringum REI.
Vesalings Villi er klökkur.
Víkur þó ekki. NEI.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 19:59
Ófremdarástand
Ég heyrði í útvarpi talað um slæma aðstöðu í fangelsum landsins og vandræði vegna þrengsla.
Mér datt nú í hug að kannski mundi líða að því að menn myndu hóta að hætta afbrotum í mótmælaskyni!
Þótt aðsóknin teljist vart ennþá mjög dræm,
ört getur vandinn stækkað,
því aðstaða í fangelsum er orðin svo slæm
að afbrotum gæti fækkað.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 09:59
Harkalegt
Mig langar að vekja athygli á þessari færslu Möguleikhússins.
http://moguleikhusid.blog.is/blog/moguleikhusid/entry/431433/
Það er spurning hvað ræður svona ákvörðun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2008 | 21:31
Samanburður
Stéttarvitund lifir báðum hjá.
Fleiri styðja Ólaf heldur en Ólaf,
eftir því sem Gallup segir frá.
![]() |
86% styðja Ólaf Ragnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 12:56
Hinsegin vísa
Kynin eru bæði að stunda drag.
Kannski mætti segja að kynhverfan sé inn.
Komdu útúr skápnum strax í dag!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 23:14
Reyfarakaup - eða þannig
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 á 580 milljónir
Óli og Villi voru snöggir að bjarga götumynd Laugavegar. Það er kannski ekki algjörlega rétt með farið í vísunni að
þeir hafi keypt höll. En þið hafið auðvitað heyrt talað um skáldaleyfi!
Á vandamálunum vinna þeir bug.
Veglega kaupa höll.
Ég dáist að þessu, en dettur í hug:
Dýr myndi borgin öll.
![]() |
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 22:39
Ekki neitt káf

Oft munu í pólitík allskonar hreyfingar,
og ástæða til að grunda þær,
Þótt auðvitað séu alvöru þreifingar
einkamál þeirra sem stunda þær!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði