Færsluflokkur: Ljóð

Tilbrigði við gamalt stef

Prinsinn góða pirrar baunin.
Hann plottar eftir línunni.
Það eru eflaust lægstu launin
sem liggja undir dýnunni.

Upp úr dúrnum

Í mér býr kynnginnar kraftur.
Kemst því, eins og ég segi,
á lappir, en legg mig svo aftur
og lúri fram eftir degi.


Er bannað að banna bönn?

Þótt fyrir liggi fátækt sönn
og farið sé að lögum,
varla ráða bönnuð bönn
bót á mínum högum.


mbl.is Greitt úr sjóðum annarra félaga í verkbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi Ástráðs

Verki þarf að vinna að
sem verða kann að báli.
Þau farin eru að fjalla um það
sem frekar skiptir máli.

Vissulega virðist þér
vandi fyrir höndum,
einkum ef að frekjan fer
fullkomlega úr böndum.


mbl.is Farin að ræða atriði sem raunverulega skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himinn og haf

Vendinum veitir ekki af.
Verkföll að forðast er staut.
Skilur að himinn og haf.
Hérna er allt í graut.


Ódýr vísa

Erfitt var Halldór að hemja,
Hann vildi aumingja lemja.
Heyra má Aðalstein emja:
Ástráður, láttu þau semja!


mbl.is „Nú er deilan öll eftir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða mála

Eitt hefur vakið mér eftirtekt:
Um þetta málið snerist;
hvort eitthvað reynist nú raunverulegt
og ræður því hvað hér gerist!


mbl.is Fresta ekki nema „eitthvað raunverulegt“ komi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskýring

Í bankakerfum búast má
við blíðukenndum þreyfingum.
Skýringin er þarna þá
á þessum Kvikuhreyfingum.


mbl.is Grunur uppi um kvikuhreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég geng í hring ...

Nú er varla nokkur leið,
nema ganga í hringi,
að skilja vel þá ringulreið
sem ríkir oft á þingi!

Þessi á nú kannski ekki við núna, á meðan svokallaðir kjördæmadagar standa yfir, en á annars oft við; allt of oft.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband