Færsluflokkur: Ljóð

C 19

Skömmin er vírusnum skæða hjá.
Skyldi´ hann ekki ýmsa hræða smá,
fyrst nú um landið flæða má
fólk sem hægt er að græða á?


mbl.is Áfall ef þyrfti að loka landinu á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo er annað

Hvílíkt rugl og þvílíkt þref
þarna.
Áhyggjur ég einnig hef
af Bjarna.


AEGVOOK*

Gamla lífsspekin:

Upp til himna löng er leið,
lengst af urð og grjót.
En til heljar brautin breið
og brekka niður í mót.

*Aldrei er góð vísa of oft kveðin.


Storytel

Framhjá sölu bókin braust,
bóksalarnir kvíða.
Efnið streymir endalaust,
útgáfurnar líða.


mbl.is Allar bækurnar úr sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugskýlið

Borgin er eins og blóm í krús,
sem bætir í vöxt annað slagið.
Það fer í gegn um þetta hús;
þannig er skipulagið.


mbl.is Ekkert heyrt frá borginni í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðruvísi vísa

Nú geri ég létta og lipra
litla vísu um hann
Finn, sem er farinn að pipra.
Hann fann sér ei nokkurn mann.


Um mig

Ég held ég geti sagt með sann
ég sé á þessu rófi;
að yrkja ei níð um náungann,
nema svona í hófi.

Mér leiðist sá lenski siður
sem líta má víða enn:
Sífellt að níða niður
næstum því heiðvirða menn.


Hollt er heima hvað

Upp er runnin Trumpsins tíð:
"Traustum studdur hernum býð
Ameríku upp á stríð,
enda stutt að fara.
Átök finnst mér engin þörf að spara!"


mbl.is Í beinni: Trump ávarpar þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman hjá þeim

"Sefur sól hjá Ægi" hljómar í útvarpinu.
Rifjast þá upp fyrir mér staka sem ég einhverntíma bögglaði saman:

  Undir fótinn Ægir gefur,
  og í mestu frostunum
  oft hjá honum sólin sefur.
  Sú er laus á kostunum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband