Færsluflokkur: Ljóð
1.2.2021 | 23:53
Klakahröngl
Ég óska öllum góðs árs. Ég hef verið heldur skeytingarlaus um
bloggið undanfarið. Hér er sýnishorn af vísnarusli sem hefur
safnast upp hjá mér frá áramótum. Sumt gert af ákveðnu
tilefni,annað af tilefnislausu.
Öllum hér með óska vil
árs og friðar.
Berist ykkur blessun til
baks og kviðar.
***
Í miðju frá morgunsári
munstrast hádegisbil.
Nú er annar í ári
að því mér reiknast til.
***
Vart er honum vit til baga.
Víða er lítil beit.
Fljótlegt væri fram að draga
það fáa sem hann veit.
***
Upp er runnin Trumpsins tíð:
"Traustum studdur hernum býð
Ameríku upp á stríð,
enda stutt að fara.
***
Gaurar vopnum væddir.
Virtust raunamæddir
aðrir tveir.
Urðu þeir
afskaplega hræddir.
***
Oft er vísan undurfríð
ef hún rímar.
Bráðum kemur bólutíð
og betri tímar.
Líkt öðrum hér birtir blaður.
Bölmóðs kennir
óvirkur athafnamaður
sem engu nennir.
Gera litla vísu vil
um vora líðan.
Best er hana að búa til
og birta síðan.
Vanalega vel ég sef.
Vanda sérhvern brag.
Og nú bráðum ort ég hef
alveg nóg í dag!
Ljóð | Breytt 2.2.2021 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2020 | 11:22
Óáran
Kollvarpa heiminum kórónuherir.
Komin er riða í fé.
Aldrei að vita hvað almættið gerir.
Er ekki að koma hlé?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2020 | 11:17
Á sjó
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2020 | 14:00
Valdarán
Stefna mörkuð stjórnar án.
Stiginn dans í Hruna.
Veiran framdi valdarán.
Við það má nú una.
![]() |
Ríkisstjórnin í tvöfalda skimun og smitgát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2020 | 10:55
Deilan leyst - í bili að minnsta kosti
Nú ekki neinu töpum.
Niðurstaðan er fín.
Það sem hér skipti sköpum
var skelegga vísan mín.
![]() |
Mjög mikilvægt fyrir félagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2020 | 00:06
Reknar
Þeir um síðir mikils meta
mega kúkableyjurnar,
sem með köldu geði geta
gefið skít í freyjurnar.
![]() |
Vinir hafi bolað henni úr starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2020 | 20:34
"Háir gerast nú hestar várir!"
Nú þarf að slá undir nára.
Nú þarf að ræða við Kára.
Beisla þarf brátt
í bullandi sátt
hækkandi hesta vára.
![]() |
Það er bara komið nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2020 | 17:32
Þannig er það
Alþingis æðsta strump
og ábyrgt ráðherrastóð
þreytir oft plottsins prump
og píratans spurningaflóð.
![]() |
Jón Þór kjörinn formaður stjórnskipunarnefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2020 | 16:32
Heillaráð í þágu alþingis
Margra þá gleddist víst geð
og gagnlegt væri má segja:
Bjóða skal Miðflokknum með
ef málið er helst að þegja!
![]() |
Vill þögn í heiminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2020 | 18:05
Vél
Vont er að véla með stöður.
Vinstrið er ekki gott.
Nafnið "Leikið með löður"
er líklegt á svona plott.
![]() |
Yfirlýsingin hefur nákvæmlega ekkert vægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði