Færsluflokkur: Ljóð

Guðmundur Ingi

Vongóður ég vísa til
vinstri stefnu þinnar:
Að þú gerir einhver skil
öldrun þjóðarinnar.


mbl.is Ætlar að bæta kjör og stöðu aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný og betri (?) ríkisstjórn

Nýja ríkisstjórnin þarf líklega að fá einn svartan bíl í viðbót. Rafknúinn að sjálfsögðu - eða hvað?


mbl.is Nýtt ríkisráð fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglagreyin vita sínu viti

 

Tilfinningu þá ég þekki;
það er hvorki né.
Varpfuglarnir vilja ekki
vera í ESB.

Guð blessi umhverfið

Breyting völdum verður á.
Við sig sjallar bættu.
Þetta líst mér illa á:
Umhverfið í hættu!


mbl.is Framsókn stýri heilbrigðisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifærisvísa

Ráðsettur karlhlunkur reikaði á bar.
Reyndust þar brautirnar hálar.
Aumingja maðurinn einungis var
alsaklaus dreginn á tálar!

Er nauðsynlegt að brjóta þau?

Til að ekki stefni í strand
stöðug efnishyggja
þá skal hér með lögum land
líklega ekki byggja.

Að samþykkja sjálfan sig

Ég þarf ekki að rífast við Pétur og Pál.
Það plumar sig minn eigin flokkur.
Þegar við kjósum um þess háttar mál:
Það er í lagi með okkur.


mbl.is Kjörbréf allra þingmanna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáð í spilin


Þótt ýmislegt finnist í ágætu standi
og efli margir sinn hag,
er þó krónískur vitsmunavandi
víða þekktur í dag.

 
Ef um málin illa semst
og engan tekst að blekkja,
valda mun því fyrst og fremst
frammistöðuskekkja.

Faraldur Fannar Snæsson

Segja vil ég fréttir fús:
Faraldur er vandi.
Á Íslandi er mikil mús,
mest á Suðurlandi

Gömul kenning, sé hún sönn,
síst mun leysa vandann.
Allt mun verða fullt af fönn.
Færðin tefur landann.



mbl.is Músafaraldur á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaml

Eftir langvinnt japl og juður
játast yður:
Þú átt að kjósa út og suður,
upp og niður.


mbl.is Líklega samstíga um uppkosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 129076

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband