Færsluflokkur: Bækur
16.11.2007 | 08:51
Dagur íslenskrar tungu
Auðvitað verður hver einasti bloggari að rita pistil um íslenskt mál í tilefni dagsins í dag. Ég fletti Mogganum áðan og þar voru meðal annars myndir af nokkrum mönnum og konum að sýna íslenskar tungur, sjálfsagt misliprar en ábyggilega allar í góðu lagi. Sömu menn og konur voru beðin að upplýsa hvert væri þeirra uppáhaldsorð íslenskt. Orðið kærleikur var nokkuð vinsælt meðal kvennanna; ekki nema gott um það að segja. Athyglisverðasta orðið þótti mér það sem Þórarinn Eldjárn tiltók; nefnilega skarbítur. Það er fallegt orð og afar íslenskt. Skýrt sem kertaskæri í orðabók Menningarsjóðs - Máls og menningar - Eddu. En mig langar að vita jafngott orð yfir kertaslökkvara, tæki með löngu skafti og keilulaga hettu á endanum sem sett var yfir logann á kertinu til að slökkva ljósið. Tvö orð koma upp í hugann sem menn hafa velt fyrir sér, annarsvegar kæfa og hins vegar ádrepa. Þau orð eru bæði því marki brennd að vera þrælupptekin í öðrum hlutverkum. En eitthvað hlýtur þetta tæki að heita. Hafi ég heyrt á því nafn hef ég gleymt því, og mikið óskaplega væri nú gaman ef einhver mundi upplýsa mig um þetta smáræði.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 128938
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði