Færsluflokkur: Bækur

Dagur íslenskrar tungu

Auðvitað verður hver einasti bloggari að rita pistil um íslenskt mál í tilefni dagsins í dag. Ég fletti Mogganum áðan og þar voru meðal annars myndir af nokkrum mönnum og konum að sýna íslenskar tungur, sjálfsagt misliprar en ábyggilega allar í góðu lagi. Sömu menn og konur voru beðin að upplýsa hvert væri þeirra uppáhaldsorð íslenskt. Orðið kærleikur var nokkuð vinsælt meðal kvennanna; ekki nema gott um það að segja. Athyglisverðasta orðið þótti mér það sem Þórarinn Eldjárn tiltók; nefnilega skarbítur. Það er fallegt orð og afar íslenskt. Skýrt sem kertaskæri í orðabók Menningarsjóðs - Máls og menningar - Eddu.  En mig langar að vita jafngott orð yfir kertaslökkvara, tæki með löngu skafti og keilulaga hettu á endanum sem sett var yfir logann á kertinu til að slökkva ljósið. Tvö orð koma upp í hugann sem menn hafa velt fyrir sér, annarsvegar kæfa og hins vegar ádrepa. Þau orð eru bæði því marki brennd að vera þrælupptekin í öðrum hlutverkum. En eitthvað hlýtur þetta tæki að heita. Hafi ég heyrt á því nafn hef ég gleymt því, og mikið óskaplega væri nú gaman ef einhver mundi upplýsa mig um þetta smáræði.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband