Færsluflokkur: Bloggar

Landið mitt

www.visir.is Miðja Íslands vígð á morgun

Það hafa svo margir ort um landið mitt að tími var til kominn að finna það!

Eflaust hverjum sýnist sitt
um suman gjörning nýjan;
að leggja stein á landið mitt
og láta síðan vígj´ann.


Laus sæti

Tíðkast ekki hjá flugfélögum að auglýsa laus sæti?

Ennþá er flogið. Áhöfn er gætin.
Ókyrrð í lofti er daglegt brauð.
En líklega verða lausu sætin
lítið setin og jafnvel auð.


mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisvísa

Ég hef verið spurður hvort ég ætli ekki að gera Davíð afmælisvísu. Þó það nú væri!

Mikið er í manninn spunnið.
Mörgum beitir stjórnargaldri.
Hann því til þess hefur unnið
að hafna nú á sjötugsaldri.


Ekki skal deilt á dómarann

Það er leiðinlegt að jafnágætur maður og Þorsteinn Davíðsson ábyggilega er skuli verða fyrir barðinu á óvönduðum málflutningi bloggara. Það er sá sem settur var dómsmálaráðherra til þess að skipa hann í embætti sem á skilið allann aurinn. Ég lýsi vanþóknun minni á að eftirfarandi vísa sé sett í þetta samhengi. En hún orti sig sjálf og fór næstum sjálf á netið!

Vilji maður meika það
er margt sem til þess þarf.
En gott er að eiga góða að
og geta fengið starf.


Ferjuraunir

Þessa vísu verður að lesa í hljóði. Það má ekki lesa hana upphátt vegna þess að þá fer rímið til andskotans.

Sigldi norður Sæfari,
þótt suma heppnin flýji.
Hann er sko varla hæfari
en héraðsdómarinn nýji.


mbl.is Sæfari lagstur við bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naglahöfuð

Það var víst Áshildur Haraldsdóttir sem hitti svo rækilega naglann á höfuðið: "Eins og að draga tönn úr fallegu brosi". Stundum er kannski nauðsynlegt að draga úr tönn, en er þá ekki reynt að smíða svipaða tönn í staðinn?
mbl.is Að draga tönn úr fallegu brosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæf orð

Eigi það veit ég svo afspyrnu gerla
hvort embættin rétt eru veitt.
En augljóst að styrkja þarf faglega ferla
frekar en ekki neitt.
mbl.is Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítt ævintýri.

Þetta litla hvíta ævintýri hefur lifað með mjög litlum hluta þjóðarinnar frá því það var skrifað fyrir nokkrum áratugum. Nú finnst mér tími til kominn að það lifni meðal stærri hluta hennar.

Einu sinni var hvítur ormur. Hvíta orminn elti hvítur ungi. Og hvíta ungan elti hvít rotta. Og hvítu rottuna elti hvítur köttur. Og hvíta köttinn elti hvítur hundur. Og hvíta hundinn elti hvítur hrafn. Og hvíta hrafninn elti hvítur refur. Og hvíta refinn elti hvítur maður. Og hvíta manninn elti hvítur ísbjörn.
Hvíta ísbjörninn elti hvít gæfa:
Hann náði hvíta manninum, sem hafði náð hvíta refnum, sem hafði náð hvíta hrafninum, sem hafði náð hvíta hundinum, sem hafði náð hvíta kettinum, sem hafði náð hvítu rottunni, sem hafði náð hvíta unganum, sem hafði náð hvíta orminum, sem hafði náð sér eftir erfið veikindi.
Hvítur köttur útí hvítri mýri setti upp á sér hvítt stýri og úti er hvítt ævintýri.


Afsakið, ég hef lítið vit á viðskiptum

Fons var að kaupa Groupbréf Gnúps
á genginu 12,1.
Þá stækkar hlutur atkvæða. Úbbs,
- einhver kemst vonandi í feitt.
mbl.is Fons keypti bréf Gnúps í FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ahmed Abdoul

Treysta skal hnúta bræðrabands.
Byggð er í margri sveit.
Ingibjörg fer til Egyptalands;
ætlar að hitta Gheit.
mbl.is Ingibjörg Sólrún heldur til Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband