Að ráða ráðum sínum

Ýmislegt fleira er sett á svið
en sjónleiki mætti kalla.
Reyna má alltaf að reisa við
ríkisstjórnir sem falla.

mbl.is Bjarni fundar með Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrengingar

Þótt einhverjir á því klifi
að aumingjar varla lifi,
höfðingjar hjara;
hefur þar kjara-
ráð undir hverju rifi.


mbl.is Laun Loga hækkuðu um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th

Uppi menn hafa allskyns plott.
Eftir því bíða í röðum
hvort að þeir fái grikk eða gott
hjá Guðna á Bessastöðum.


mbl.is Forseti ræðir við forystumenn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddný

Atkvæðafæð hefur Oddný reynt
af einhverjum duldum toga,
áttar sig þó og bara beint
boltann gefur til Loga.


mbl.is Oddný hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttar

Óttar hefur engan styggt.
Ýmsa stjórnun lokkar.
Benti hann á Benedikt.
Björt er framtíð okkar.


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt

Okkar virðist ábyrgð mikil,
enda horfur góðar,
ef við höfum lukkulykil
að lífshamingju þjóðar.


mbl.is Útilokar ekki minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður

Ég er af dómi þjóðar þjáður.
Þó á eitt vil benda:
Við erum núna enn sem áður
opnir í báða enda.


mbl.is Tilbúnir í samstarf við hvern sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau þrjú

Þetta er í anda þjóðarsáttar;
þannig er okkar sjónarmið:
Við viljum styðja minni máttar,
mæta á þing og halda frið.


mbl.is Vilja styðja minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kata

"Kæri Guðni, give me five!"
Gull þó ekki sóttir,
ertu bæði kná og kræf,
Katrín Jakobsdóttir!


mbl.is Fimm flokkar fyrsti kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni

Nú er hann Bjarni Benediktsson
að búa sig undir samsmíð;
á sér þar helsta Viðreisnar von
og vilja um Bjarta framtíð.


mbl.is Útilokar ekki samstarf við VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband