Lífskjör

Þótt samningar séu í höfn
og sumstaðar fólkið því kátt,
erindi í sjónminjasöfn
sumir gætu þó átt.


mbl.is „Stolt af ríkisstjórninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestur

Aðila sem ennþá funda
ekki skortir þrek.
Brátt til undirskrifta skunda,
en skyldi vanta blek?

mbl.is Ætla sér að skrifa undir kl. 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðin

Nú ber víst eitthvað nýrra við
er nást mun einskonar sátt.
Lífskjarasamnings langri bið
lýkur vonandi brátt.


mbl.is Ekki heim fyrr en undirritun lýkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglinn í fjörunni

Hljóta margir háð og spott
er hafa setið eftir.
Auðvitað er aldrei gott
ef auraleysi heftir.


mbl.is Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Alþingi

Margskyns eru mannanna gen
og misjafnt hverju þeir unna.
Elskar Sigríði Andersen
ekki Þórhildur Sunna.


mbl.is Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmál o.fl.

Var hún í snarheitum valin úr hóp
viturra fríðra og bráðgerra.
Þjóðmálasviðið mun þrífa með sóp
Þórdís (Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála- iðnaðar- nýsköpunar og) dómsmálaráðherra.


mbl.is Þórdís Kolbrún tók við dómsmálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hliðar

Sterk í anda, stíf og þver
stígur loks til hliðar.
Heilladísin horfin er.
Hnígur sól til viðar.


Dómsmálaráðherra víkur

Oftlega í pólitík skörp eru skil.
Skeleggum ferli nú lýkur

dömu sem ákvað að demba sér til
Dómsmálaráðherravíkur.


mbl.is Dómsmálaráðherra stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm

Nú er okkar þreytta þjóð
í þónokkuð mikilli krísu.
Efnistökin ansi góð
eru í þessari vísu!

mbl.is Dómurinn kom „verulega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur

Réttlætið mun frúin fá,
sem fram og aftur teygir það.
Henni ber að hörfa frá.
Helga Vala segir það!


mbl.is Ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband