8.4.2020 | 08:15
Horft inn á við
hef ég virst frá ýmsu sjónarmiði.
Ætli ég sé ólíkindatól?
Og þá skást að vera það í friði.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2020 | 21:59
Léttvæg
Hérna vil ég gjarnan leggja lóð.
Listarinnar vogarskálar þekki.
Þessi vísa er varla nógu góð.
Vel ég því að birta hana ekki.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2020 | 10:21
Veiruvers
Þótt vaxi blóm í þinni krús
og þín séu augun vot,
hér færðu ekkert hlýlegt knús
heldur olnbogaskot.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2020 | 08:52
Hvatning
Aldrei verði menning mát.
Und merkjum rísum.
Hvorki skyldi á ljóðum lát
né lausavísum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2020 | 10:30
Á meðan límið þornar
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2020 | 09:53
Þurrð
Nú vildi ég gjarnan eitt vísukorn rita
þótt vanti til yrkinga dug.
En auðvitað læt ég hér óðara vita
ef eitthvað mér dettur í hug!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2020 | 19:46
Hmm. Dagur ljóðsins, já.
Ég er nú meira í lausavísunum. En í tilefni dagsins skelli ég hér inn einu, sem farið er reyndar að eldast.
Þegar loks héðan af foldu ég fer
og fjörið er storknað í æðum,
þá verður enginn sem man eftir mér
og mínum ágætu kvæðum.
Þá minnist mín enginn af íslenskri þjóð,
og enginn mun kvæði mín þylja,
því þegar ég yrki þá yrki ég ljóð,
sem enginn fær megnað að skilja.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2020 | 12:31
2m
Frestast nú verða öll faðmlögin hlý.
Fulla tvo metra spanni
millibil þeirra sem eru nú í
almennu nálgunarbanni.
![]() |
224 staðfest tilfelli kórónuveiru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2020 | 20:55
Vonbrigði
Eru slæm ef að er gáð
örlög minna vona.
Vorið kemur vart í bráð
fyrst veðráttan er svona!
![]() |
Losuðu um 100 bíla á Öxnadalsheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði