Þorskur á þurru landi

Að fá þorskinn á sinn disk
ekki virðist mikill vandi.
Bráðum mun ég fá mér fisk
framleiddan á þurru landi!


Hússkaup

Eitt væri upplagt Ráðhús;
ætti þá veglegan sess.
Gæti þó notast sem náðhús
nýrra eigenda þess(?).


mbl.is Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki glóra

Í Reykjavík nú reyndin er;
það rignir hundum og köttum.
Ekki er mörgum greiði ger:
Glórulaus hækkun á sköttum!


mbl.is „Glórulaus hækkun“ á sköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenns eðlis

Sjái menn hér í hillingu
hamingjuveitandann góða,
ekki er að spyrja um spillingu
og spegúlaseringu um gróða.

 


4,2

Veltir lítil þúfa þungu
þykkildi er alda rís.
Skjálfti er í Bjarnabungu.
Bráðum kannski gýs!


mbl.is Skjálfti 4,2 að stærð í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfnað verk þá ...

Þrátt fyrir allskyns bölvað baks,
Bjarna má ekki smætta,
en kannski sniðugt að leita lags
og lofa honum bara að hætta!


mbl.is Bjarni bjartsýnn en „í miðju verki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og eftirspurn

Girnast ýmsir góðan stól.
Gulli víst er mættur.
Ef nú rennur upp hans sól,
er ég sko bara hættur!


mbl.is Bjarni hættur nái Guðlaugur kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð

Gjarnan hafa um Guðlaug spurt,
gæddir tryggðarböndum,
þeir sem vilja Bjarna burt.
Bera hann sér á höndum.


mbl.is Guðlaugur Þór býður Bjarna birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bardagar

Berjast um stæði og greiða gjald.
Gott að við málið ræðum.
Um er að ræða eignarhald
einskis á bílastæðum.


mbl.is Berjast um stæðin og greiða gjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáð í spil

Ef í flokknum reynist einhver rotinn,
ráðlegt mundi að veita einu gaum:
Þótt Guðlaugur hér gangi öklabrotinn,
gæti hann kannski höndlað stjórnartaum?


mbl.is Guðlaugur Þór kom seint á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband