Agalega bagalegt

Í skyndi eru úr skýrslu hirtir
skástu fréttabitarnir,
sem nú verða síðan birtir,
segja beturvitarnir.


mbl.is „Bagalegt“ að skýrslunni hafi verið lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafni breytt

Brátt um hús skal bálkur gerður.
Best mun hann að virkja.
Alltaf það samt er og verður
Akureyrarkirkja.


mbl.is Breyta nafni Akureyrarkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltver

Dísa til Serbíu er seld.
Saltver kaupir á Mars.
Sé einhver gullnáma geld
gott er að leita sér vars.


mbl.is Saltver hefur fest kaup á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dísa

Dísa til Serbíu er seld.
Saltver kaupir á Mars.
Sé einhver gullnáma geld
gott er að leita sér vars.


mbl.is Dísa er seld til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland-glæpasaga

Einhver gæti nú séð sér leik á borði og sameinað stjórnmál og bókaskrif:

Í glæpasögunni brjóta má blað
og benda á réttu slóðina;
rekja nú þráðinn um hver gerði hvað:
Hver tæmdi lífeyrissjóðina?

Sjálfstæðismenn munu ganga sameinaðir...

Sjálfstæðisflokkurinn sameinast þarna.
Sundrungin óðar mun dvína.
Einhver þá lánar aumingja Bjarna
aðra hækjuna sína.


mbl.is Flokkurinn megi ekki verða einkaklúbbur útvalinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð

Eftirfarandi samsetningur fékk mig til að halda að ég væri ekki aðeins hagyrðingur, heldur líka allt að því alvöruskáld!
 
Ég er fallega lagið sem flutt var í gær.
Ég er fóturinn undir stólnum.
Eg vera kann einnig hin vonglaða mær,
sem vindur sér brátt úr kjólnum.
 
Ég er bóndinn sem brosti í kampinn,
í búri þótt ætti fátt.
Ég er stúlkan sem prumpaði í stampinn.
Ég er stefna í rétta átt.
 
Ég er maður sem mátti
og mikið var veitt.
Ég er allt sem ég átti
ég er alls ekki neitt.
 
Ég er stúlkan sem prumpaði í stampinn.
Ég er stefna í rétta átt.
Ég er bóndinn sem brosti í kampinn,
í búri þótt ætti fátt.
 
Ég vera kann einnig hin vonglaða mær,
sem vindur sér brátt úr kjólnum.
Ég er fallega lagið sem flutt var í gær.
Ég er fóturinn undir stólnum.

 


Hugleiðing vísnagerðarmanns

Ég hafna ei góðum hugmyndum,
en hortittum síst vil dreifa.
Hvenær mun birtast auglýsing um
úthlutun skáldaleyfa?

Upplýsing

Oft er það sagt að gert sé gert.
Það gildir nú sjálfsagt enn.
En er það samt nokkuð athugavert
að upplýsa fréttamenn?


mbl.is Isavia harmar framkomu við fjölmiðla í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúfur er landinn

Nú skal snarlega landinu loka.
Lýðinn þá senda burt.
Burt með alla peysur og poka.
Um prúðmennsku ekki spurt.

mbl.is „Hrikalegt að horfa á lögregluna meðhöndla hann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband