Margháttuð

Klikkaði alveg á einu
- oftast með flest á hreinu -
Margháttuð mær
mundi í gær
hreint ekki neitt eftir neinu.


Er það ekki?

Hvort sem að stag eða staut er vort fag,
stundum vill naga oss kvíði.
En ein vísa á dag kemur öllu í lag
ef hún er haganleg smíði.


Verkalýðsbarátta

Um raunhæfar tekjur nú reynt er að semja,
ráð þó eitt að hemja.
Í kuldanum eftir kauphækkun bíður

kynlífsverkalýður.


mbl.is Hefur reynt að láta klámmyndbandið hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin útgjöld

Þjóðin er með þráhyggjur
Það er ekkert skrítið.
En Ásgeir hefur áhyggjur
af hve sparast lítið.


mbl.is Hefur þungar áhyggjur af útgjöldum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja hnífstungumálið

Að beggja aðila bili ekki trú
byggir á samþættri snilli,
en verkalýðsbarátta vinanna nú
virðist helst þeirra á milli.


mbl.is Vilhjálmur bendlaði Viðar við upplýsingalekann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassstrokur

Skilningur er mér um megn.
Má þó áfram ræða.
Strategiu stríða gegn
strokur utan klæða.

Kjarasamningar

Það heyrðist í brestunum brakið.
Bandalagsgrundvöllur sprunginn.
Af villingum var í bakið
Vilhjálmur greyið stunginn.


mbl.is Vilhjálmur segist hafa verið stunginn í bakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Alaskanesbæ

Líta má á lagabálkinn.
Lokun margir sættu.
Keflvísk þjóð er dauf í dálkinn:
Djammið er í hættu.


mbl.is Djammið í Keflavík í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking

Orð mín flest má á sig reiða
Ekki neitt ég dylgi.
Kristrún Frosta virðist veiða
vel af nýju fylgi.


mbl.is Samfylkingin fengi 15 þingmenn kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helguvík

Kísilröddin kannski þögnuð.
Komið mun að endastöð.
Reyknesingum færir fögnuð.
Flestöll bara nokkuð glöð!


mbl.is Telja fullreynt að rekið verði kísilver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 128886

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband