Árekstrar

Á breiðvangi lífsins er brautin oft hál
og brestir í mannanna háttum.
Ef einn þeirra skýtur þá öðrum er mál,
sem illa mun leyst með sáttum.


Gömul limra

Illt hafði verk að vinna
vesalings litla Ninna,
nakin í nauð.
Nú er hún dauð.
Hún lést við að læra að spinna.


Veðrabrigði

Eltir stormur eigið skott;
endalaus er kraftur.
Veðrið sem hér var svo gott
versnar bráðum aftur.


mbl.is Frýs aftur víða og dimmum éljagangi spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir til akureyskra katta

Kisum hjá og kattarskara
kæti tekur völdin;
ósköp gott þeim finnst að fara
frjálsir út á kvöldin.


Var að rósna - rakst á þessar:

Ég bendi á að banvæn pest
byrjar oft með hnerra.
"Ungum er það allra best
óttast Guð sinn herra."
 
"Þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra,"
er setja sig á háan hest
og hafna öllu verra.

Frá vísnagerðinni

Fleiri vísur yrki óðar,
ekki í neinu stressi.
Hver einn metur hversu góðar.
Hvernig finnst ykkur þessi?

Þá er það komið

Fyrripartur; fjandi er hann góður.
Fyrir það þökkum við drottni.
Upp af honum vex andlegur gróður,
sem endar með fullkomnum botni.


Fyrirspurn

Til að gleðja - lundu létta
lægri bæði og hærri stétta
vil ég gera vísu hressa.
Var ég búinn að yrkja þessa?

Í ausuna komið

Hversu Gísli Viktor vel
varði, það er málið.
Sannarlega svo ég tel.
Sopið verður kálið!

 


mbl.is Risasigur Íslands og sæti í milliriðli tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umslög

Solveig Anna. Hérna hún
hefur frá sér bitið.
Aldrei mun hún umslög brún
augum hafa litið.


mbl.is Sökuð um að þiggja brún umslög frá SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband