Mælt er með meðalhófi

Í uppáferðum oft er kátt
út um víða völlu.
Sumir vilja hafa hátt,
en hóf er best í öllu.


mbl.is Lögregla kölluð til vegna kynlífshávaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berjast

Á í vök að verjast
veslings Úkraína.
Þó er best að berjast.
Birt er Nato lína.


mbl.is Selenskí er mættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing

Magnað er gosið. Mega flott.
Margur þetta skildi:
Að það hefur afar gott
auglýsingagildi.


mbl.is Gosið hefur „mikið auglýsingagildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar liggur hundurinn grafinn

I hrauninu nýja hér um slóðir
hundspottið liggur grafið:
Hugsa sér ýmsir gott í glóðir;
gosið er semsagt hafið!


mbl.is Sjáðu myndskeið af kvikunni koma upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var!

Fjölmiðlar gjarnan gagnast við
að gera atburði ljósa.
Lýkur nú þessari löngu bið:
Loksins er farið að gjósa!


mbl.is „Fólk hlaupi ekki að þessu eldgosi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn tími kemur

Í fréttum er þetta fyrst og efst:
Farið er ekki að gjósa.
Á endanum það þó eflaust hefst
eins og flestir kjósa.

 


mbl.is Skjálftavirknin færist hinum megin við Keili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðulaust

Ætti ég að segja satt,
svona mun þetta vera:
Alþingi er óþarft pjatt,
ekkert við það að gera.


mbl.is Katrín ætlar ekki að kalla Alþingi saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr mun ...

Óljós grunur verður vissa;
í Víti seint mun frjósa,
enda verða allir hissa
ef ekki fer að gjósa!


mbl.is „Innan sólarhrings gæti eitthvað gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má bjóða ykkur gos?

Gott er að stunda góðan sið
og gera staðreynd ljósa:
Bestu spámenn búast við
að bráðum fari að gjósa.


mbl.is Allt bendir til þess að gos sé í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband