Hugleiðing

Skipulag og regla kemur skapinu í lag.
Í skjóli tímans umfeðmingur grær,
vegna þess í rauninni að dagurinn í dag
dagurinn á morgun var í gær.


Skáldatal

Varla þessu verður breytt.
Víst eru skáldin góð,
sem yrkja helst um ekki neitt
sín allra bestu ljóð.


Hól

Stundum þarf maður á hóli að halda. Ef svo stendur á, og enginn hælir manni, þá verður maður auðvitað að sjá um það sjálfur:


Viskan er stórfelld og vart hægt að mæl´ana.
Verðleikar minna á forystuærnar.
Þar sem ég stend nú og þvæ á mér hælana
þangað kemst enginn með skítugar tærnar.


Án sérstaks tilefnis

Ég held að maðurinn hafi
í hita leiksins í dag
farið með staðlausa stafi
og stýrt málum sér í hag.

Úr litlu að moða

Nú telst ég vera í töluverðum vanda.
Takmarkanir eru settar mér.
Krónan sem ég hef á milli handa
harla lítið dugar ein og sér.


Það sem ort er um

Klippt og skorin ort er oft
og einatt vísan snjöll,
en þessi er um lög og loft
og láð og hraun og fjöll.


Pólitísk stefnumið

Þessar vísur eru langt í frá nýjar. En kannski að verða sígildar?

Fyrst skulu lægstu launin skert
svo lýðurinn bruðli minna.
Í leiðinni skal það líka gert:
að lagfæra kjörin  hinna.

 
Forstjórum, greifum og frjálshuga sálum
fjármagn skal veita af rausn.
Auðvitað dugar í efnahagsmálum
engin skammtímalausn.


Ein limra enn

Margur er dauður dáður
sem dagana lifði smáður.
Hvílir þó hver
hvort sem hann er
fátækur eða fjáður.

Önnur limra

Lilla er hýr og hnellin,
hugmyndarík og brellin.
Það er nú ljóst,
sem þjóðin við bjóst:
Þessi limra er smellin!

Limra

Er ég verð orðinn að líki
er óskandi að drottinn ei svíki.
Og fái ég ferð
för verður gerð
upp í hátimbrað Himnaríki.


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2022
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband