30.5.2020 | 09:32
Gaman hjá þeim
"Sefur sól hjá Ægi" hljómar í útvarpinu.
Rifjast þá upp fyrir mér staka sem ég einhverntíma bögglaði saman:
Undir fótinn Ægir gefur,
og í mestu frostunum
oft hjá honum sólin sefur.
Sú er laus á kostunum!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2020 | 18:17
Þetta kemur
Útlit kannski sýnist svart.
En sumarið á leiðinni,
þó að rétt svo verði vart
vors á Miðnesheiðinni.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2020 | 23:16
Grafnar stríðsaxir
Hér eru málin hörð en sæt.
Helst geta minnt á kandís.
Við skulum ekkert fara í fæt,
fáðu mér öxina Svandís!
![]() |
Engar stríðsaxir til að grafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2020 | 00:01
Einar og Kári
Þótt ég sé ekki um fréttirnar fróður,
fluttar á þessu ári,
Þykir mér bara þónokkuð góður
þátturinn Einar og Kári.
![]() |
Kári sagði Svandísi hrokafulla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2020 | 14:45
Áhrifavaldar
Á facebook er einn sá hópur sem Boðnarmjöður nefnist og þar lætur fjöldinn allur af hagyrðingum ljós sitt skína:
Hér eru í bögunum frásögur faldar,
fullkomin sannindi, gömul og ný.
Vísurnar oft eru táknrænar taldar,
tilmæli margskonar leynast þeim í.
Ætli við séum þá áhrifavaldar?
Assgoti væri nú gaman að því!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2020 | 09:51
Handþvottur
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2020 | 10:25
Óskalisti borgarstjóra
Ef um val á verkahröðun
væri að spurt,
yrði fremst í forgangsröðun:
Flugvöllinn burt!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2020 | 16:39
Afsakið hlé
Svo öllum nú segi ég aðstæðum frá
og engum sannleika hliðri;
ekkert mér birtist á andlegum skjá.
Yrkingar liggja niðri!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2020 | 19:08
Krufið til mergjar
Séu málin metin kalt
- mun þó yfir fenna -
reynast þau, sem raunar allt,
ríkisstjórninni að kenna.
Séu málin metin kalt
- mynd þótt sýni blakka -
reynast þau, sem raunar allt,
ríkisstjórninni að þakka.
![]() |
Mér finnst það óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2020 | 18:28
Fróðleiksfýsn
Klókt ef viljum kjarnann sjá
að kíkja inn úr skurninni.
Þótt aldrei sagt sé öllu frá,
- enginn hefur á spurninni.
![]() |
Ein spurning verður að 60-80 spurningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði