Gaman hjá þeim

"Sefur sól hjá Ægi" hljómar í útvarpinu.
Rifjast þá upp fyrir mér staka sem ég einhverntíma bögglaði saman:

  Undir fótinn Ægir gefur,
  og í mestu frostunum
  oft hjá honum sólin sefur.
  Sú er laus á kostunum!


Þetta kemur

Útlit kannski sýnist svart.
En sumarið á leiðinni,
þó að rétt svo verði vart
vors á Miðnesheiðinni.


Grafnar stríðsaxir

Hér eru málin hörð en sæt.
Helst geta minnt á kandís.
Við skulum ekkert fara í fæt,
fáðu mér öxina Svandís!


mbl.is Engar stríðsaxir til að grafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar og Kári

Þótt ég sé ekki um fréttirnar fróður,
fluttar á þessu ári,
Þykir mér bara þónokkuð góður
þátturinn Einar og Kári.


mbl.is Kári sagði Svandísi hrokafulla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifavaldar

Á facebook er einn sá hópur sem Boðnarmjöður nefnist og þar lætur fjöldinn allur af hagyrðingum ljós sitt skína:

Hér eru í bögunum frásögur faldar,
fullkomin sannindi, gömul og ný.
Vísurnar oft eru táknrænar taldar,
tilmæli margskonar leynast þeim í.
Ætli við séum þá áhrifavaldar?
Assgoti væri nú gaman að því!


Handþvottur

Mörgu skil ég ekkert í.
Ei má sköpum renna.
Ég hendur mínar þvæ af því
að það sé mér að kenna!

Óskalisti borgarstjóra

Ef um val á verkahröðun
væri að spurt,
yrði fremst í forgangsröðun:
Flugvöllinn burt!


Afsakið hlé

Svo öllum nú segi ég aðstæðum frá
og engum sannleika hliðri;
ekkert mér birtist á andlegum skjá.
Yrkingar liggja niðri!


Krufið til mergjar

Séu málin metin kalt
- mun þó yfir fenna -
reynast þau, sem raunar allt,
ríkisstjórninni að kenna.

 

Séu málin metin kalt
- mynd þótt sýni blakka -
reynast þau, sem raunar allt,
ríkisstjórninni að þakka.



mbl.is „Mér finnst það óviðunandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðleiksfýsn

Klókt ef viljum kjarnann sjá
að kíkja inn úr skurninni.
Þótt aldrei sagt sé öllu frá,
- enginn hefur á spurninni.


mbl.is Ein spurning verður að 60-80 spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2020
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband