31.5.2015 | 20:36
Saga í stuttu máli
Karli sem hafði í hótunum
Hallgerður borgar með fótunum.
Til skammar var neydd.
En skuldin er greidd:
Hann skrimtir á örorkubótunum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2015 | 23:44
Læknalimra
Þorvaldur læknir í Lindum
las út úr röntgenmyndum.
Höfum ei hátt,
því hér dvínar brátt
sjarminn af gömlum syndum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2015 | 13:30
Form
Ekki er ég taglhnýttur neinskonar normi.
nú er það málið að vísan sé töff;
limra að efni en ferskeytla að formi.
Finnst ykkur það ekki ágætisstöff?
Gengur um Þingvöll Þormóður,
þaðan heldur að Grund,
hittir þar fjarskylda formóður
og fer með henni í sund.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2015 | 19:23
Um fundarstjórn forseta
Örstutt um fundarstjórn forseta:
Ég hef veitt því athygli að þingforseti stjórnar ekki
þinginu nema höppum og glöppum. Nær endalausar umræður fara fram um fundarstjórn forseta þar sem m.a. er skorað á hann
að taka af dagskrá mál sem situr fast í meðförum þingsins. Menn beina alltaf máli sínu til hæstvirts forseta sem í mjög mörgum tilfellum er alls ekki á stóli forseta, heldur í hans stað einhver valdalaus staðgengill. Það er svolítið hlálegt að sjá þingmenn sem deilt hafa mjög á störf forseta setjast svo í hans stól til að taka við sömu gagnrýni frá flokkssystkinum sínum. Mér virðist að þá sé þingið stjórnlaust þrátt fyrir að einhverjar dúkkur séu settar á forsetastól.
![]() |
Krakki með bensínbrúsa og eldspýtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2015 | 21:48
Til stjórnarandstöðunnar
Sama er hversu í móinn þið maldið,
það mun ekki hrífa þótt liðið sé baldið.
Þeir ríðandi á svig við rauða spjaldið
reyna að nýta til fullnustu valdið,
hefði ég haldið.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2015 | 16:42
Já, veðrið
Ég daprast á deginum köldum
en deili þó einum brag.
Ég veit ekki af hverskonar völdum
veðrið er svona í dag.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 18:13
Halló
Maður veitir því athygli þegar maður mætir bílstjóra sem ekki er að tala í síma og fer ósjálfrátt að hugsa: Ætli aumingja maðurinn eigi engan síma eða kannski enginn vilji tala við hann?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2015 | 21:06
Situr fast eins og samningamál
Nú verð ég að segja á vorinu last,
það virðist eitthvað svo þvingað.
Aumingja sumarið situr víst fast
svo það kemst ekki hingað!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2015 | 21:00
Vandamál
Ósjaldan velktist í vafa
um vinina telpan hún Svafa.
Vandinn sá var
hún vissi ekki hvar
né hvenær hvern skyldi hafa.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2015 | 12:16
Ætli þetta sé ekki allt að koma?
Senn mun leika vor um völlu,
vetrar máttur dvín,
blessuð sólin breytir öllu,
bara ef hún skín.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 129086
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði