Horft inn á við

Stundum líkt og heimtur út úr hól
hef ég virst frá ýmsu sjónarmiði.
Ætli ég sé ólíkindatól?
Og þá skást að vera það í friði.

Léttvæg

Hérna vil ég gjarnan leggja lóð.
Listarinnar vogarskálar þekki.
Þessi vísa er varla nógu góð.
Vel ég því að birta hana ekki.


Veiruvers

Þótt vaxi blóm í þinni krús
og þín séu augun vot,
hér færðu ekkert hlýlegt knús
heldur olnbogaskot.


Hvatning

Aldrei verði menning mát.
Und merkjum rísum.
Hvorki skyldi á ljóðum lát
né lausavísum.


Á meðan límið þornar

Allnokkurn hluta starfsæfi minnar vann ég á smíðaverkstæði Leikfélags Akureyrar. Fyrir kom að þar voru smíðaðar vísur.
Ein þeirra var eitthvað á þessa leið:
 
Af orðsins list og andans dug
eru vísur bornar.
Manni dettur svo margt í hug
á meðan límið þornar.
 
Datt mér í hug að gæfi ég út verkstæðisvísur væri síðasta vísuhendingin upplagt nafn á kverið.

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband