Ég geng í hring ...

Nú er varla nokkur leið,
nema ganga í hringi,
að skilja vel þá ringulreið
sem ríkir oft á þingi!

Þessi á nú kannski ekki við núna, á meðan svokallaðir kjördæmadagar standa yfir, en á annars oft við; allt of oft.


Rímsins vegna

Skrattinn má þetta þorp hirða!
Það er svo léleg sorphirða.
Þá er nú betra hjá bændunum
búa með uppáhaldsfrændunum!

 


Ekki af baki dottinn

Þótt ekkert sé nú um að vera,
engu fær það breytt:
Vandaða nú vil ég gera
vísu um ekki neitt!


Nú er það svart!

Brátt við getum ei lifað lengur;
laugardagur er skapadægur.
Veistu ekki að það er verkfall,drengur?
Vertu nú bara hægur!


mbl.is Getum lifað fimmtudag og föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvunarskylda?

Sólveig hamast og hamast.
Hún er svolítið æst!
Samfélagið mun lamast;
líklega stöðvast næst.


mbl.is Íslenskt samfélag mun lamast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sjónvarpi

Gísli Marteinn var að gantast með veðrið í sjónvarpinu...

Kíkjum á helvítis kortið;
kolbrjálað veðurfar!
Þá er að spá í sportið,
Spurning um veðrið þar.


Skamm skamm!

Ókurteisi Eflingar
er þeim mjög til vansa.
Orðum þeirra vísast var
varla þörf aö ansa.


mbl.is Bjarni: Fráleitt og til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegt

Til að forðast hugsanlegan misskilning skal tekið fram að þessi er nokkura ára gömul.

Eiga á hættu ærutap
úldin ber á lyngi.
Enn má finna skepnuskap
og skítlegt eðli á þingi.


Við Íslendingar

Náttúrulega ei neitað því
nokkur maður gat
að við erum bara bestir í
að borða vondan mat.


mbl.is Íslenska eldhúsið valið eitt hið versta í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingisfréttir

Fluttu þau eina og eina ræðu,
á þeim var tæpast lát.
Loksins þó eftir langa mæðu
lögðu þau árar í bát.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 128079

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband