9.2.2009 | 20:36
Síðara bréf Davíðs til Jóhönnu.
Þegar Davíð rann reiðin og fór að hugsa málið sendi hann Jóhönnu annað bréf:
"Ég skrifa þér með blýant því blek er ekki til"
Geturðu fyrirgefið mér,
góða vinkona Jóka,
bréfið sem að ég sendi þér.
Í sannleika var ég að djóka.
Ég veit það að þeir sem vinna hér
voru og eru lúðar.
Allflestir gengnir eru sér
algjörlega til húðar.
Ég reiður er ekki, því raunin er
ég ræð mér vart fyrir kæti,
og fyrir þeim gaur sem geðjast þér
ég glaður mun víkja sæti.
Mér fyndist samt gott ef að för mín út
frestast um nokkra daga;
mig langar að klára blýantsbút,
sem byrjaður var að naga.
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Hallmundur.
Þú ert bara frábær
Guðmundur Óli Scheving, 9.2.2009 kl. 21:34
Takk!
Hallmundur Kristinsson, 9.2.2009 kl. 21:42
Ef Davíð kynni að skammast sín og ef hann kynni að taka tillit til annarra en sjálfs sín myndi hann e.t.v. hugsa málið varðandi bréfið sem hann sendi Jóhönnu. En hann hefur aldrei lært að efast um eigið ágæti eins og við flest. Ef hann vitskast einhvern tímann þá vona ég að hann leiti til þín eftir ráðgjöf og ábendingum um það hvernig háttvís maður kemur fyrir sig orði um það sem heilbrigt fólk hugsar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 04:03
En af hverju þarf bæði að reka þá og svo setja lög um breytta stjórn sem þeir yrðu þá sjálfhættir sem bankastjórar? Er ekki nóg að setja bara lögin????? Ég er alveg kol hringlandi rugluð á henni Veröld í dag!
Frábær kveðskapur að vanda!
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:12
Trúlega þykir lagasetning taka of langan tíma. Það er heldur ekkert svo öruggt að lögin verði samþykkt. Þingmenn eru ekki samvinnufúsasta starfstéttin í landinu.
Hallmundur Kristinsson, 11.2.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.