Þú hreina svarta....

Einhverju sinni reyndi ég að heyra hvernig textinn var sem karlakórinn söng. Mér heyrðist hann vera einhvernveginn svona:

Þú hreina svarta bindið mitt.
við hörmum spilltra vanda.
Fram laðar kvartett trosið sitt,
þá er hér naumast andað.
Ég finn mér innst í hálsi hrjá
- svo marga þynnri hendir-
þar sneið af pylsu er föst á ská,
svo nú kom verri endir.

En nú hef ég komist yfir þennan texta og er hann á þennan veg:

Þú eina hjartans yndið mitt
í örmum villtra stranda
þar aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda.
Í þinni finn ég frjálsri brá
svo fagrar innri kenndir
er seiða til sín traust og þrá
í trú sem hærra bendir.

Þannig var nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já Hallmundur, svona getur manni nú misheyrst illilega

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Mér fannst örla á smá neikvæðum tón þarna til að byrja með, en svo sá ég að það var misheyrn

Hulda Brynjólfsdóttir, 8.11.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Mín misheyrn átti sér raunar stað löngu áður en spilltra vandi olli vanda okkar allra! ()

Hallmundur Kristinsson, 8.11.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband