Fjárhagur

Bráðum mun ég leggja upp laupa,
linur eins og smér.
Einhver banki ætti að kaupa
eignarhlut í mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þér vil ég eiga hlut,

þó af því vart ég fitni,

allt frá stefni og aftur í skut

með aðstoð þeirra í Glitni.

Ég hef áhuga á að styrkja gott málefni. Á hvað ertu verðlagður?

Pétur Stef.

Pétur Stef. (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Blessaður, Pétur!

Enda þótt sé í ári hart
og um það tæpast að þrátta,
gætirðu fengið góðan part
á genginu 5,8.

Hallmundur Kristinsson, 2.10.2008 kl. 18:53

3 identicon

Góður , en er það ekki of mikið á hlutinn Hallmundur? Má ekki prútta við þig?

Þó þú sért af gulli ger,

og geislir af ást og hlýju,

geturðu fengið greitt frá mér

á genginu 2,9.

Annað hvort, eða ég kaupi 1/2 svínsskrokk í Nóatúni á tilboðsverði

     Pétur Stef.  

Pétur Stef. (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ef mætumst við á miðri leið,
- mjög eru örlög grimm -
þá færðu hlutinn fyrir neyð
á 4,35!     

Hallmundur Kristinsson, 2.10.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér finnst einhvern veginn að
engu máli skipti
að þið báðir þekkist það
að þiggja 50/50

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband