Yrking III

Ekki hef ég alltaf verið svo viss um vinsældir yrkinga minna. Eftirfarandi hendingar eru áratuga gamlar:

Þegar loks héðan af foldu ég fer
og fjörið er storknað í æðum,
þá verður enginn sem man eftir mér
og mínum ágætu kvæðum.

Þá minnist mín enginn af íslenskri þjóð,
og enginn mun kvæði mín þylja,
því þegar ég yrki þá yrki ég ljóð,
sem enginn fær megnað að skilja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hrafnkell Brimar mun gefa út vísurnar þínar...........

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Og þá munu upp ljúkast augu þjóðarinnar og hún sjá hvílíkur snillingur þar var genginn! ......

Hallmundur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

auðvitað.  Afi minn á Björk var dágóður vísnasmiður. Eftir andlát hans hugðum við gott til glóðarinnar að komast í þann fjársjóð.    En hann hafði eytt öllu...........ekki gera það.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ætli hann hafi ekki bara ýtt óvart á delete, blessaður.......!!   Ég held að ég tími ekki að farga neinu, hins vegar hef ég stundum ætlað að tína þetta eitthvað saman,  en hefur ávallt  fallist hendur. Þetta er í hinum og þessum tölvum,  misónýtum, og það elsta á gulnuðum blöðum.

Hallmundur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Afi snerti aldrei tölvu...........þetta var meðvitað

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég þóttist nú vita það. Þess vegna þótti mér fyndið að taka svona til orða 

Hallmundur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 23:34

7 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Góðir punktar.

Tek undir með Hólmdísi,- ekki ýta á delete

Hulda Brynjólfsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Eyþór Árnason

Meðan maður hefur gaman af þessu sjálfur þá er þetta gott. Flottar vísur. Kveðja.

Eyþór Árnason, 8.9.2008 kl. 22:19

9 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Það var lóðið, Eyþór!

Hallmundur Kristinsson, 8.9.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

              Ógleymdur um ár og síð

þú örugga hefur von,

hnyttinn í orða hagleikssmíð

Hallmundur Kristinsson.

(Hef sömu áhyggjur og þú...snilldin fer í gröfina með mér..)Crying Out

                

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Takk fyrir þessa vísu, Rúna. Ég skoðaði bloggsíðu þína og held ég bara grafi upp snilli þína fari hún með þér....
(sénsinn að ég geri það . . . ég ætti að fara 14 árum á undan þér ) 

Hallmundur Kristinsson, 11.9.2008 kl. 00:38

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er...ekki satt?!

Mjög skemmtilegar vísur hjá þér og lipurlega kveðnar!  Ég er afar mistæk...stundum rennur þetta uppúr mér en í annan tíma kemur ekki lína!

Kveðjur og heilsanir af StröndinniDancing

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.9.2008 kl. 16:54

13 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Mælt var svo í minni sveit:
margur er lífsins auður.
Ævi sína enginn veit
áður en hann er dauður.

Hallmundur Kristinsson, 11.9.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband