Flug

Ég flaug til Færeyja í fyrri viku ásamt dansfélaginu Vefaranum.
Að okkur lentum á Vogaflugvelli eftir stutt og snaggaralegt flug
orti ég:


Vefararnir ungu og öldnu
ósköp hljóta fegnir því
að vera lentir heilu og höldnu
hérna Færeyjunum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mig langar að koma til Færeyja

Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Já, Hólmdís, þangað er gaman að koma. Virkilega. 

Hallmundur Kristinsson, 17.7.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Púla, puða og daðra

ferðast, fljúga og flaðra

í þotum, koptrum og rellum,

bátum, skipum, að sjálfsögðu með brellum..

Fyrsta ljóðið, vísan eða kvað þetta er kallað!.

Annars hef ég aldrei heyrt færeying fara með vísu eða kvæði..

þrátt fyrir að hafa verið innannum gott fólk í 6 mánuði  í Torshöfn í Færeyjum..

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

En þeir sungu svo sannarlega langhundana, danskvæðin sín á þjóðdansamótinu!

Hallmundur Kristinsson, 26.7.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

, Já að vísu, enn ég skildi ekki þetta aldrei. Sama með þessa Íslensku bændur sem "réru fram í ráðið" (vona að ég muni þetta rétt, og nudduðu gjarna lappirnar á sér á meðana, rugguðu fram og aftur og svo kom svona spangólið: "Nú er úti veeeeðr vooont!...og svo hljóp ég alltaf út í fjós...

Óskar Arnórsson, 26.7.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

..fram í gráðið...

Mér hefur nú heldur aldrei þótt sérlega skemmtilegt þegar kveðnar eru rímur,finnst betra að þær séu lesnar með tilþrifum eða þá sungnar.

Hallmundur Kristinsson, 27.7.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

jæja, gráðið þá....þetta var á Vestfjörðum, Austur Barðastrandasýslu og eyjum í Breiðafirði. Þetta er jú til skammar fyrir land og þjóð allt sman enda held ég að ég hafi aldrei minnst á þetta við neinn nema hérna.

Var "pyntaður" til að læra svo helvítis rugl sem smákrakki og get aldrei gleymt neinu af þessu. Kann reyndar fjöldan allan af svona vísnarugli og dauðskammast mín fyrir það...

Óskar Arnórsson, 27.7.2008 kl. 12:43

8 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Hefur fram í hugann streymt
haugur af vísnaþrugli.
Illt er að geta ekki gleymt
öllu þessu rugli!

Hallmundur Kristinsson, 27.7.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband