Máltæki

Sem áhugamaður um íslensk mátæki hef ég velt því fyrir mér hvort ekki hafi orðið ruglingur milli tveggja þeirra: "Þar stendur hnífurinn í kúnni" og "áfram með smjörið".  Mér finnst miklu eðlilegra
"þar stendur hnífurinn í smjörinu" og "áfram með kúna"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brilljant, þar lá nárinn grafinn, fölur sem hundur...:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2008 kl. 00:23

2 identicon

Það er heldur ekki hundur í hættunni...  Þó máltæki séu löguð aðeins til.

Áslaug Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Sko einu sinni voru húsmæður í hörkupúli við að búa til smér. Ég sé fyrir mér að stöku sinnum hafi unglingsstúlkan látið sig dreyma við strokkinn og farið að hægja á, þá hafi einhver kallað til hennar; "Áfram með smjörið, - stelpa!" (með norðlenskum framburði að sjálfsögðu)

Þetta er mjög skáldlegt, ekki satt, ég sé þetta alveg fyrir mér . Það er eins og mig minni að það hafi ekki mátt hægja mikið á þegar þetta var gert, þá hafi smjörið eitthvað mislukkast, en eldri menn en ég muna þetta kannski betur???

Kýrnar voru svo gjarnan með kuta í síðunni (og kannski týndust þeir) þegar þær voru skornar í tunnuna eftir að hafa mjólkað ofan í ábúendur eins lengi og hún gat...

Hulda Brynjólfsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Altsvo "...þær gátu..."  svo málfræðin sé nú rétt til loka málsgreinarinnar.

Hulda Brynjólfsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:59

5 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég sé hins vegar fyrir mér húsbóndann með ósmurða sneiðina fyrir framan sig eftir að húsfrúin hafði gleymt að setja viðbitið á borðið. "Áfram með smjörið, kerling!" 

Síðan gæti verið að vinnumaðurinn hefði misst sjálfskeiðunginn sinn í jötuna þegar hann gaf kvöldgjöfina. Orðið síðan þess var morguninn eftir að einni kúnni virtist líða verulega illa, líkt því að eitthvað stæði í henni. Fer hann að athuga málið, getur opnað munn kýrinnar og kíkt ofan í kok hennar og þar stendur  þá hnífurinn í kúnni! 

Og takk, Svanur og Áslaug, fyrir kímnar athugasemdir. 

Hallmundur Kristinsson, 23.4.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband