Gagnrýni

Í KEA er fundin smá flensa.
Forráðamennirnir lensa.
Hannes og Halldór má skensa
að hætti skörungsins Bensa.
mbl.is Fyrrum formaður gagnrýnir KEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallmundur. Takk fyrir vísuna, hún er góð. Ég var á fundinum og hlustaði á Benedikt.

Var honum sammála , mér finnst Hannes og Halldór vilja breyta félaginu úr samvinnufélagi í hreint fjárfestingarfélag.   Styrkirnir sem félagið veitir hinum ýmsu málefnum hafa verið skornir niður ár frá ári, þrátt fyrir góða afkomu félagsins, sem sem var hér um bil 1 milljarður á árinu 2007. Auðvitað kemur þessi góða afkoma ekki af sjálfu sér og fá þeir Hannes og Halldór prik fyrir að halda rétt á spilunum hvað það varðar. Kveðja, Benjamín.  

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:27

2 identicon

Benedikt var býsna reiður

barði þó ekki í ræðustólinn.

Skörungurinn beinn og breiður

böggaði árans stjórnarfólin.

Kv. B.B.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Takk, Benjamín, fyrir tilskrifin. Gott að fá viðbrögð frá eihverjum sem var á staðnum. Ég orti vísuna eins og álfur útúr hól með von um að hún yrði ekki  mjög fjarri raunveruleikanum efnislega!! 

Hallmundur Kristinsson, 9.3.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Kannski réttast þeir sem vilja segja eitthvað efnislegt hafi aðgang að sögðum orðum;  ræðan í heild er komin á vefinn www.bensi.is og slóðin

Oft er gaman skætingi og skensi

ég skrifa þótt aðrir lensi.

Alls konar mein

mun arðsemin ein,

alls ekki lækna: Bensi

Benedikt Sigurðarson, 9.3.2008 kl. 16:32

5 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Takk, Bensi, fyrir vísuna og ræðuslóðina. Ég er, hugsaðu þér, búinn að lesa alla ræðuna. Ég held að vísan mín fái staðist, en alveg væri  í ræðunni efni efni í  fleiri vísur.  Ég læt þó trúlega þessa einu nægja að sinni.

Hallmundur Kristinsson, 9.3.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband