Sex í Reykjavík

Fyrir fáum árum var sýndur í sjónvarpi þáttur með þessu nafni. Ekki man ég hvernig efni hans var, en hins vegar man ég vísuna, sem ég orti eftir að hafa séð hann:

Áður fyrr var helgidómur hofið.
Það hefur breytt um svip með tímans flæði.
Nú glæstar meyjar glenna í sundur klofið
og gera það að áhorfendasvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glettilegur...hverju orði sannarra!!

Sir Magister (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Sæll

Var að lesa nokkrar vísur hjá þér aftur í tímann - takk fyrir þær.

Ertu annars nokkuð með fleiri vísur úr Möðruvallamunkabálknum - væri til í að sjá fleiri þaðan.

Jóna Guðmundsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Blessuð Jóna og takkfyrir allar limrurnar. Þær eru margar hverjar stórsnjallar. Ekki man ég nú margar vísur úr þessum bálki, einhverjar þó. Einhversstaðar á ég þetta skrifað en ekki ákaflega aðgengilegt. Annars lét ég mér ekki nægja að yrkja um leikendur, heldur gerði vísnabálk um efni verksins. Veit ekki hvort ég nenni að setja þetta á bloggið, en ef ég fengi hjá þér netfang er aldrei að vita hvað gerðist með tímanum!

Ein um leikara:

Hafsteinn munkinn lék af list (lyst).
Leguvoðum undir
átti hann með Immu Rist
yndislegar stundir.

Hér er að sjálfsögðu vísað í hlutverk þeirra í leiknum en ekki verið að saka þau um framhjáhöld!

Hallmundur Kristinsson, 17.12.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Sæll aftur

Það væri ekki leiðinlegt að sjá fleiri vísur - þetta leikrit er mér mjög minnisstætt enda hafði ég ekki séð þau mörg þegar hér var komið sögu.

Netfangið mitt er jona@fa.is ef þú rifjar upp meira....

Jóna Guðmundsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband