Í eyrurnum

Fyrir um það bil mánuði síðan setti ég hér inn vísu um það þegar hagkaupsmenn voru dregnir á asnaeyrunum. Þar rímaði ég eyrunum -  Leirunum.   En það var ekki í fyrsta skipti sem ég nota þessi rímorð. Fyrir afar mörgum árum  tók ég þátt í leiksýningu hjá Leikfélagi Akureyrar á Munkunum á Möðruvöllum. Gerði ég mér það þá til til dundurs að yrkja vísur um þá sem tóku þátt í sýningunni. Þetta varð allnokkur vísnabálkur, því þetta var mannmörg sýning. Síðasta vísan er ein af þeim fáu sem ég kann utanbókar:

Þá er bara eftir einn
innan úr Leirunum:
Náungi sem nefnist Hreinn
nema í eyrunum.

Hreini þessum varð nú ekki um og fór að afsaka eyrun á sér því hann áttaði sig ekki strax á því að þetta með eyrun var nú svo sem bara rímsins vegna. Á nútímavísu hefði líklega verið sagt að ég hefði náð honum - að hann hefði verið tekinn.
Þess má að lokum geta að Hreinn þessi er mektarlögmaður hér í bæ og gætir þess enn sem ávallt áður að þvo sér vel um eyrun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 2.12.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Hallmundur Kristinsson, 2.12.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband