Saga úr sveitinni

Kristinn fyrrum góðbóndi á Arnarhóli í Kaupangssveit var þekktur fyrir að gera vel við kýr sínar, enda launuðu þær honum það með miklum afurðum. Einhverju sinni fékk hann tunnu af dökku sýrópi, sem hann notaði til að bæta þeim í munni og maga. Það var krani á tunnunni og var hún höfð utandyra og sýrópið látið renna í fötur sem bornar voru til kúnna. Einu sinni þegar kalt var í veðri hneig sýrópið
seigfljótandi mjög hægt úr tunnunni. Setti bóndi fötuna undir kranann og hugðist nota tímann sem það tæki að koma lögg í fötuna til annarra verka. Vildi nú ekki betur til en svo að hann steingleymdi fötunni og sýrópinu, tunnunni og krananum. Uppgötvaði sonur hans hagmæltur morguninn eftir að sýrópið var að mestu runnið úr tunnunni og út um víðan völl. Varð honum það efni í vísu:

Fyrir brest á minni manns
margur neðra hýrnar.
Það fór allt til andskotans
sem átti að fara í kýrnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband