Tvær gamlar

Á sjöunda áratug síðustu aldar deildu menn ekki aðeins um hvort væru betri Chevrolet eða Ford, heldur einnig Land-Rover eða Austin Gipsy. Fjaðrabúnaður Gipsy var nokkuð sérstakur og höfðu sumir fyrir satt að hann byggðist á einskonar loftpúðum, en svo mun þó ekki hafa verið, heldur var um að ræða einhverskonar gúmmíhólka, sem snúið var uppá og gáfu fjöðrun. Land-Roverinn hafði hinsvegar hefðbundnar blaðfjaðrir. En vísurnar sem hér fara á eftir spruttu upp úr áðurgreindum metingi manna á milli Land-Rover og Austin Gipsy.

Slamt er það að aka ei
Austin fjaðurpúðum
láti maður lífsins fley
löngum vaða á súðum.

Kvelur stöðugt hristings hoss.
Harða tröð ég renni.
Stíf er fjöður undir oss
enda blöð í henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband