26.2.2021 | 20:46
Birta
Hér er texti Evrovisionlags Íslands fyrir 20 árum.
(Höfundur E.B.)
Skýringatexti fylgir í kjölfarið.
Óveður skall mér á.
Skaut mér skelk í tá.
Og mér var brugðið.
Í hamagöngu sjónlaus.
Leist mér ekkert á.
Allt öfugsnúið.
Í hálfum dansi, annars hugar.
Lít ég upp og sé þig þar.
Birta, bíddu eftir mér.
Mér leiddist eftir þér um tíma
og nú langar mig með þér.
Birta, bíddu eftir mér.
Af öllu mínu hjarta
þá leita ég að þér.
Birta, bíddu eftir mér (o.s.frv.)
Nú hanga á mér fötin.
Restin fauk mér frá.
Var næstum búinn.
Líðanin er skrýtin
og skelfing litlaus já,
og farin trúin.
Ég skil textann þannig að þar mæli skáldið fyrir munn sjónlauss manns sem
liggur úti í heitum potti í orlofshúsahverfi Blindrafélagsins og hefur aðra
stóru tána upp úr vatninu. Þá gerist það að fyrirvaralaust skellur á óveður:
Óveður skall mér á.
Þar sem maðurinn liggur ofan í heitu vatni finnur hann ekki fyrir veðrinu
nema á tánni sem stingst upp úr vatninu í pottinum:
Skaut mér skelk í tá.
Maðurinn hefur legið með lokuð augu (enda tilgangslaust að hafa þau opin þar
sem hann er blindur) og í algjörri slökun í pottinum. Þegar vonda veðrið
skýtur skelk í tá hans, lýsir næsta lína eðlilegum viðbrögðum blinds manns
með lokuð augu sem á sér einkis ills von og síst af öllu að fá skelk í tána
sem stendur upp úr vatninu í þessum notalega heita potti:
Og mér var brugðið.
Næsta erindi er myrkt en svo er að skilja að maðurinn í heita pottinum hafi
hrokkið svo við að hann hafi sprottið upp úr heita pottinum og rásað í óstjórnlegu æði um
pallinn í kring. Hér kemur skýrt fram í textanum að það er blindur maður sem talar:
Í hamagöngu sjónlaus.
Maðurinn er skelfingu lostinn:
Leist mér ekkert á.
Í hamagöngu sinni ætlar blindi maðurinn komast inn í bústaðinn en finnur
ekki inngöngudyrnar í látunum og rekur höfuðið illa í gluggann við hliðina á dyrunum. Þá er eðlilegt, þar sem honum fannst að dyrnar ættu að vera þar sem glugginn var, að hann
segi við sjálfan sig:
Allt öfugsnúið.
Blindi maðurinn er hálfvankaður eftir að hafa rekist á gluggann og skjögrar um pallinn
hjá heita pottinum. Reikul spor hans minna að nokkru leyti á dans og hann er utan við sig
eftir höfuðhöggið:
Í hálfum dansi, annars hugar.
Það er algengt blint fólk "sjái" daufar skynmyndir í myrkum huga sér. Þessvegna er eðlilegt - í veröld kvæðisins - að blindi maðurinn taki svo til orða:
Lít ég upp og sé þig þar.
Hvað sér hann með innra auga sínu. Honum er hrollkalt og hann sér það sem hann vantar til þess að komast inn í sumarbústaðinn og geta farið úr blautri skýlunni: Birtu, eða réttara sagt eðlilega sjón. Í fyrstu línu erindis ávarpar hann eðlilega sjón, kallar hana birtu, og biður hana að bíða eftir sér; þ.e. hann veit sem er að eðlileg sjón vill ekki vera í návist blinds manns:
Birta, bíddu eftir mér.
Næsta lína er myrk eins og vera ber um línu í kvæði um sjónlausan mann.
Mönnum leiðist, satt er það. Mér leiðist, er algengt orðalag og ekki óalgengtað sjónlausir menn sem hafa hrakist upp úr heitum potti og er orðið kalt áskýlunni taki svo til orða: Mér leiðist. Næstu tvo orð - eftir þér hljóta að vísa til þess að blindi maðurinn sé á eftir þeim, sem hann talar við, þ.e. Birtu. M.ö.o. honum leiðist að vera fyrir aftan Birtu en það er aðeins tímabundið:
Mér leiddist eftir þér um tíma.
Ef til vill vísaði línan hér á undan til einhvers kynferðilegs, t.d. að sjónlausa manninum leiðist að vera fyrir aftan Birtu af því að hann hafi ekki áhuga á að taka hana aftan frá. En smám saman hefur viðhorf hans breyst:
....og nú langar mig með þér.
Og hann langar allt í einu alveg afskaplega mikið til að taka viðfangið sem hann ávarpar, og óttast að sá það sé á förum:
Birta, bíddu eftir mér.
Næsta lína segir okkur enn meira um blinda manninn. Hann er ekki aðeins sjónlaus heldur vinnur hann hjá sparisjóðunum:
Af öllu mínu hjarta.
Og næsta lína undirstrikar enn frekar að þessi starfsmaður sparisjóðanna er blindur því að hann segist vera að leita að þeim sem við vitum nú þegar að er rétt fyrir framan hann:
Þá leita ég að þér.
Birta, bíddu eftir mér (o.s.frv.)
Og nú er greinilegt að eitthvað hefur gerst á milli hins blinda starfsmanns sparisjóðsins og hugsýnar hans, sem hann kallar Birtu. Sundskýlan er í hnuðli um ökklana á honum:
Nú hanga á mér fötin.
Hann var með liminn við afturhlutann á Birtu en kom of fljótt svo að sáðvökvi blés út um allt í óveðrinu, sem sagt var í fyrsta erindi hafa skollið fyrirvaralaust á:
Restin fauk mér frá.
Blinda manninum þykir niðurstaðan ekki góð því að hann ætlaði að gera meira. Næsta lína er övæntingaróp sem lýsir vonbrigðum yfir því að hafa ekki geta fullnustað verkefnið:
Var næstum búinn.
Lokaerindið er eðlilegt niðurlag. Sjónlausum starfsmanni sparisjóðsins líður undarlega þar sem hann hímir á pallinum með skýluna um ökklana og óveðrið geysar allt í kringum hann:
Líðanin er skrýtin.
Óþarfi er taka fram það, sem segir í næstu línu, því að öllum er ljóst að sjónlausum mönnum getur ekki liðið í lit:
Og skelfing litlaus já.
Hann hnykkir út með því að fullyrða hann hafi enga trú á að fá birtuna aftur:
Og farin trúin.
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.