22.4.2020 | 11:47
Sálmar í tilefni kvennaárs 1975
3. sálmur. Um baráttu kvenna.
Ýmislegt konan getur gert.
Gagn er að henni mikið.
Þjónustustarfið þakkarvert,
þurrkar hún frá oss rykið.
Ýmsar þó telja opinbert
oftast sé kaupið svikið.
Mörg hefur konan svoddan sið:
Sífellt er hún að mala.
Það er hún löngum lagin við
þótt lítið sé um að tala.
Þá fær nú haninn hæpinn frið
ef hænan er farin að gala!
Valkyrjustóðið vakir nokk.
Vopnin í bræði skekur.
Rassaköst meður rauðan sokk
reiði hjá sumum vekur.
Þeir höbbðu sagt um þennan flokk
hann þætti dálítið frekur.
Karlarnir traðka allir á
einkahagsmunum kvenna.
Af því vill skapast ekki smá
angist og taugaspenna.
Jafnvel frá kúnum sölt má sjá
samúðartárin renna.
Rauðsokkótt mærin elginn óð
ákaft með þetta blaður.
Ódannað henni útúr flóð
æsingarbull og þvaður.
Hafði við orð svo heit og rjóð
að hún væri líka maður.
Telur sig konan mikinn mann;
mennina hljóða setur.
Vit á því ekkert hefur hann
sem hún í rauninni getur.
Það er svo margt sem konan kann
körlunum mikið betur.
Þó held ég konu illa eitt
án hjálpar karla gengi.
Hefi ég að því hugann leitt,
hugsað það vel og lengi.
Útkoman verður aldrei neitt
annað en tómamengi.
Eitt er það sem ég ekki skil
annað en biði hnekki.
Lítið ég veit um lífsins spil.
Lögmál þó eitt ég þekki:
Ég veit hvernig börnin verða til.
En vita þær það kannski ekki?
Gjört í tilefni kvennaárs 1975.
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.