19.4.2020 | 17:51
Sálmar í tilefni kvennaárs 1975
2. sálmur.
Um eiginleika konunnar og ýmsa aðskiljanlega kosti hennar.Konan sem íþróttagrein. Leikir karla og kvenna.
Konunni vil ég syngja sætt
sérdeilisgóðan brag.
Meiður er hún af Evu ætt
með allt hennar sköpulag.
Haldreipi lífsins holdi klætt
hún er oss enn í dag.
Því er nú konan þannig gjörð
að það megi hennar njóta,
hún á í verki að halda vörð
um hagsmuni oss til bóta.
Löngum var sprund í lundu hörð
ljúfari á milli fóta
Líkami kvenna er listasmíð;
lofgjörð um drottins snilli.
Iljarnar fagrar, augun fríð,
item flest þar á milli.
Um gæti vitnað enn um hríð.
Orðum í hóf þó stilli.
Kvenfólk hefur af engu of.
Óþarfa fáan ber það.
Sköpulag þess á skilið lof;
skemmtilegt talið er það.
Það hefur bæði kjaft og klof
og kann vel að nota sér það.
Karlmönnum var það lengi ljúft
að leggja sig konu hjá.
Bætir það skapið hrellt og hrjúft,
hreyfing kemst blóðið á.
Svo hefur margur sokkið djúpt
að segi þar enginn frá.
Konuna margir keppa við
kynlífs á hálu svelli.
Oft eru þetta erfið mið;
allmargir hljóta skelli.
Hún er í þessu lík og lið
sem leikur á heimavelli.
Holl er sú íþrótt, heilsubót
hana ef menn stunda þora.
Stælir hún bakið, styrkir fót,
stefnuna mótar vora.
Iðkendur sækja marki mót,
miða, punda og skora.
Margt er í leik til gamans gert.
Gáfur í bríma dofna.
Hörund er nakið, holdið bert,
hugsanaþræðir rofna.
Gæti þó talist töluvert
sem til er verið að stofna.
Margur tók sveinn í hrunda hönd
hóglegu meður glingri.
Skynsemi sína leið og lönd
lét mót gulli á fingri.
Hneppti þá mey í heilög bönd.
Hún verður sífellt þyngri.
3.sálmur verður birtur síðar.
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 128875
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.